Hálka og éljagagur er á Hellisheiði og Mosfellsheiði og mörgum þjóðvegum til viðbótar í dag. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að sömuleiðis sé hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði en hálka á Fróðárheiði. Hálkublettir í Borgarfirði og Vatnaleið en snjóþekja á Bröttubrekku.
„Á Vestfjörðum er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði, Mikladal og Ströndum. Hálka eða hálkublettir er á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi. Hálkublettir eru á Barðarströnd og Þröskuldum. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru ófærar.
Á Norðurlandi er hálka á Þverárfjalli, Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og Víkurskarði.
Á Norðausturlandi er hálka og skafrenningur á Mývatnsheiði en snjóþekja í kringum Mývatn. Hálkublettir eru á flestum leiðum en snjóþekja og éljagagnur á Möðrudalöræfum.
Á Austurlandi er snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði og Fagradal. Hálka er á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.
Á Suðurlandi er hálka er á Lyngdalsheiði, Gullna hringum og öllum öðrum leiðum,“ segir í tilkynningunni.
