Færri fá barnabætur en áður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 20:15 Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðum og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og láglaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,“ segir Sólveig Anna.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.VísirNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um 12 þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin út af tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu. Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðum og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og láglaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,“ segir Sólveig Anna.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.VísirNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um 12 þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin út af tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu. Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira