Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2018 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2018 10:16 Kanadíska tilfinningabúntið Drake átti hug, hjörtu og eyru heimsbyggðarinnar í ár. AP/Richard Shotwell Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com. Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com.
Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira