Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2018 21:00 Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli er formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu fyrir tólf árum. Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeir þurfa í staðinn að þola aukinn aurburð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Með Kárahnjúkastíflu var afrennsli Brúarjökuls fært yfir í Lagarfljót sem gerði Jökulsá á Dal að bergvatnsá. Þessi mikla umbreyting á forugasta fljóti landsins varð árið 2006 en bændur beggja megin ár voru þá þegar búnir að átta sig á að þetta gæti boðið upp á ný og verðmæt tækifæri.Gamla brúin á hringveginum. Þar er nú hægt að sjá til botns í þessum fyrrum forugasta fljóti landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal, Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli, segir það mat manna að aldrei hafi verið eins mikill lax í ánni og í sumar en veiðin nálgaðist 600 laxa. „Þetta hefur gengið ótrúlega hratt að byggja þessa á upp sem laxveiðiá,“ segir Aðalsteinn. Hann segir menn sannfærða um að áin hefði farið yfir þúsund laxa í sumar ef yfirfallið á stíflunni hefði ekki komið óvenju snemma í ár, sem var 5. ágúst. Yfirfallið hélst til 19. september og var þá enn mikill lax í ánni. Það geri sölu veiðileyfa erfiðari að menn vita aldrei hvenær áin fari á yfirfall.Jökla neðan Hofteigs. Bændurnir Guðrún Agnarsdóttir og Benedikt Arnórsson segja að fleiri reiðleiðir hafi opnast eftir að hægt var að komast yfir ána á hestbaki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Jökuldal virðast bændur almennt ánægðir með breytinguna á ánni. „Við skulum gá að því að þetta eru bara ellefu ár síðan þetta ævintýri fór af stað. En ég hef þá trú að þetta komi til með að auka verðgildi jarða hér og þetta gefur möguleika til atvinnu. Ungt fólk á að geta farið í leiðsögn með veiðimönnum og skapað sér tekjur og atvinnu,“ segir Aðalsteinn.Ásmundur Þórarinsson býr á Vífilsstöðum við Lagarfljót. Hann segir fljótið ljótara á litinn og valda landspjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeim megin þýddi breytingin aukið rennsli og meiri aurburð. „Svo náttúrlega er þetta bara svo ljótt á litinn og hefur valdið landbroti og landspjöllum ýmsum,“ segir Ásmundur Þórarinsson, skógarbóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu. „Fyrir 150 árum létu menn sig dreyma um að Lagarfljót gæti orðið stærsta laxveiðifljót í Evrópu. En kannski er bara Jökla að verða það,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, en hann er frá Litla-Bakka í Hróarstungu og situr í stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal.Skúli Björn Gunnarsson ólst upp á bökkum Jöklu á Litla-Bakka í Hróarstungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað um mannlíf á Jökuldal en í næsta þætti verður farið um Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu fyrir tólf árum. Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeir þurfa í staðinn að þola aukinn aurburð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Með Kárahnjúkastíflu var afrennsli Brúarjökuls fært yfir í Lagarfljót sem gerði Jökulsá á Dal að bergvatnsá. Þessi mikla umbreyting á forugasta fljóti landsins varð árið 2006 en bændur beggja megin ár voru þá þegar búnir að átta sig á að þetta gæti boðið upp á ný og verðmæt tækifæri.Gamla brúin á hringveginum. Þar er nú hægt að sjá til botns í þessum fyrrum forugasta fljóti landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal, Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli, segir það mat manna að aldrei hafi verið eins mikill lax í ánni og í sumar en veiðin nálgaðist 600 laxa. „Þetta hefur gengið ótrúlega hratt að byggja þessa á upp sem laxveiðiá,“ segir Aðalsteinn. Hann segir menn sannfærða um að áin hefði farið yfir þúsund laxa í sumar ef yfirfallið á stíflunni hefði ekki komið óvenju snemma í ár, sem var 5. ágúst. Yfirfallið hélst til 19. september og var þá enn mikill lax í ánni. Það geri sölu veiðileyfa erfiðari að menn vita aldrei hvenær áin fari á yfirfall.Jökla neðan Hofteigs. Bændurnir Guðrún Agnarsdóttir og Benedikt Arnórsson segja að fleiri reiðleiðir hafi opnast eftir að hægt var að komast yfir ána á hestbaki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Jökuldal virðast bændur almennt ánægðir með breytinguna á ánni. „Við skulum gá að því að þetta eru bara ellefu ár síðan þetta ævintýri fór af stað. En ég hef þá trú að þetta komi til með að auka verðgildi jarða hér og þetta gefur möguleika til atvinnu. Ungt fólk á að geta farið í leiðsögn með veiðimönnum og skapað sér tekjur og atvinnu,“ segir Aðalsteinn.Ásmundur Þórarinsson býr á Vífilsstöðum við Lagarfljót. Hann segir fljótið ljótara á litinn og valda landspjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeim megin þýddi breytingin aukið rennsli og meiri aurburð. „Svo náttúrlega er þetta bara svo ljótt á litinn og hefur valdið landbroti og landspjöllum ýmsum,“ segir Ásmundur Þórarinsson, skógarbóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu. „Fyrir 150 árum létu menn sig dreyma um að Lagarfljót gæti orðið stærsta laxveiðifljót í Evrópu. En kannski er bara Jökla að verða það,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, en hann er frá Litla-Bakka í Hróarstungu og situr í stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal.Skúli Björn Gunnarsson ólst upp á bökkum Jöklu á Litla-Bakka í Hróarstungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað um mannlíf á Jökuldal en í næsta þætti verður farið um Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00