Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2018 20:00 Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði. Samgöngur Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði.
Samgöngur Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira