Jólasýning Emmsjé Gauta aftur á dagskrá Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. september 2018 18:00 Páll Óskar, Sigga Beinteins og Birnir bætast við sýninguna Julevenner um næstu jól. HLYNUR INGÓLFSSON Það er nú komið á hreint að jólatónleikar Emmsjé Gauta, Julevenner, verða á dagskrá í annað sinn rétt fyrir jól þetta árið. Gauti segir sýninguna vera töluvert öðruvísi þetta árið þó áherslan sé aftur á jólin og það sem jólalegt er. Nýir gestir mæta: Sigga Beinteins, Páll Óskar og Birnir – Aron Can og Salka Sól verða þó á sínum stað. Gauti vill ekkert gefa upp um hvers eðlis sýningin verður en hann er þó í óða önn að gæða sér á salati og komast í form fyrir sýninguna sem gefur mögulega einhverjar vísbendingar. „Þegar ég horfi á planið í ár og rifja upp hvernig þetta var á síðasta ári – þá finnst mér eiginlega alveg ótrúlegt að við séum að gera þetta aftur. Þetta gekk vonum framar í fyrra en byrjaði auðvitað sem grínhugmynd að plakati en endaði svo sem sex uppseldir jólatónleikar. Fyrstu tónleikarnir seldust upp á einum degi, en þetta átti bara að vera ein sýning, en svo seldist restin upp á átta mínútum. Við bjuggumst alls ekki við þessum látum. Sérstaða okkar er sú að við erum komin með nýjan vinkil á eitthvað sem er nú þegar til og ég held að fólk hafi gaman af því.“ segir Gauti. „Það var svo geggjað við þetta í fyrra að engar tvær sýningar voru eins og handritið eiginlega skrifaði sig sjálft. Ég til dæmis lærði hvað fólki fyndist fyndið – Freyr leikstjóri þurfti að segja mér t.d. að ég ætti ekki að tala um dauðann og sprautufíkn. Það var líka ein hugmynd um að enda sýninguna á atriði úr Passion of the Christ með rokktónlist undir en Freyr sló það út af borðinu og fannst ekki góð hugmynd að skilja fólk eftir með vondar tilfinningar en einnig líka vegna þess að það er ekkert sérstaklega jólalegt.“ Sýningin verður ekki sú sama í ár – það er nýtt handrit og nokkrir nýir gestir. Einnig hefur húsnæðið stækkað. „Það sem við erum að gera núna er að stækka við okkur: við vorum í Gamla bíói síðast en erum að færa okkur í Háskólabíó núna. Við erum á sama tíma og Bó verður með sína tónleika í Eldborg, en það var alveg óvart … Bó-vart. Við erum ekkert að leyna því að við sáum hvað var að gerast – við sáum að jólin voru að virka. Það er yfirleitt ekkert að gera hjá mér í desember þannig að þetta er gott. Og ég sé að Baggalútur, Bó og fleiri eru að byrja sölu á sína tónleika núna þannig að ég hermi eftir.“ Aron Can og Salka eru með aftur í ár en inn koma nýir gestir. „Ég vil ekki spila út sama „showinu“ þannig að við erum að reyna að gera sem flest nýtt. Páll Óskar og Sigga Beinteins eru að koma inn ásamt Birni. Áður en Sigga kom inn var ég sáttur við þetta og fannst þetta bara mjög „solid“. En svo var ég á Bræðslunni, kominn í gott stuð og búinn að fá mér nokkra bjóra. Sigga var að spila þar með Stjórninni og við hittumst – Sigga er auðvitað algjört „legend“ þannig að ég „fanboyaði“ á hana og spurði hvort hún væri til í að spila á mínum tónleikum. Ég bjóst nú ekki við neinu þar sem hún er með sína eigin jólatónleika og nóg að gera, en svo heyrðumst við aftur og þetta var bara neglt. Þetta var kórónan á þessa sýningu – þetta var svona eins og ef þú ert með geðveikan kaffibolla og ert að fara að drekka hann og einhver kemur og segir „viltu fá súkkulaðispæni ofan á?“ og þú ert bara „auðvitað vil ég súkkulaðispæni! Ég hélt að það væri ekki í boði.““ Gauti segir að það hafi heldur ekki verið erfitt að fá Pál Óskar inn, enda er hann aðdáandi. „Páll Óskar sagði bara já strax. Hann kom að horfa í fyrra og hann hló svo hátt að það truflaði eiginlega sýninguna, honum fannst þetta svo geggjað.“ Miðasalan hefst næstkomandi þriðjudag, ellefta september, inn á tix.is. Í boði verða tvær sýningar: fjölskyldusýning og svo kvöldsýning. Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Það er nú komið á hreint að jólatónleikar Emmsjé Gauta, Julevenner, verða á dagskrá í annað sinn rétt fyrir jól þetta árið. Gauti segir sýninguna vera töluvert öðruvísi þetta árið þó áherslan sé aftur á jólin og það sem jólalegt er. Nýir gestir mæta: Sigga Beinteins, Páll Óskar og Birnir – Aron Can og Salka Sól verða þó á sínum stað. Gauti vill ekkert gefa upp um hvers eðlis sýningin verður en hann er þó í óða önn að gæða sér á salati og komast í form fyrir sýninguna sem gefur mögulega einhverjar vísbendingar. „Þegar ég horfi á planið í ár og rifja upp hvernig þetta var á síðasta ári – þá finnst mér eiginlega alveg ótrúlegt að við séum að gera þetta aftur. Þetta gekk vonum framar í fyrra en byrjaði auðvitað sem grínhugmynd að plakati en endaði svo sem sex uppseldir jólatónleikar. Fyrstu tónleikarnir seldust upp á einum degi, en þetta átti bara að vera ein sýning, en svo seldist restin upp á átta mínútum. Við bjuggumst alls ekki við þessum látum. Sérstaða okkar er sú að við erum komin með nýjan vinkil á eitthvað sem er nú þegar til og ég held að fólk hafi gaman af því.“ segir Gauti. „Það var svo geggjað við þetta í fyrra að engar tvær sýningar voru eins og handritið eiginlega skrifaði sig sjálft. Ég til dæmis lærði hvað fólki fyndist fyndið – Freyr leikstjóri þurfti að segja mér t.d. að ég ætti ekki að tala um dauðann og sprautufíkn. Það var líka ein hugmynd um að enda sýninguna á atriði úr Passion of the Christ með rokktónlist undir en Freyr sló það út af borðinu og fannst ekki góð hugmynd að skilja fólk eftir með vondar tilfinningar en einnig líka vegna þess að það er ekkert sérstaklega jólalegt.“ Sýningin verður ekki sú sama í ár – það er nýtt handrit og nokkrir nýir gestir. Einnig hefur húsnæðið stækkað. „Það sem við erum að gera núna er að stækka við okkur: við vorum í Gamla bíói síðast en erum að færa okkur í Háskólabíó núna. Við erum á sama tíma og Bó verður með sína tónleika í Eldborg, en það var alveg óvart … Bó-vart. Við erum ekkert að leyna því að við sáum hvað var að gerast – við sáum að jólin voru að virka. Það er yfirleitt ekkert að gera hjá mér í desember þannig að þetta er gott. Og ég sé að Baggalútur, Bó og fleiri eru að byrja sölu á sína tónleika núna þannig að ég hermi eftir.“ Aron Can og Salka eru með aftur í ár en inn koma nýir gestir. „Ég vil ekki spila út sama „showinu“ þannig að við erum að reyna að gera sem flest nýtt. Páll Óskar og Sigga Beinteins eru að koma inn ásamt Birni. Áður en Sigga kom inn var ég sáttur við þetta og fannst þetta bara mjög „solid“. En svo var ég á Bræðslunni, kominn í gott stuð og búinn að fá mér nokkra bjóra. Sigga var að spila þar með Stjórninni og við hittumst – Sigga er auðvitað algjört „legend“ þannig að ég „fanboyaði“ á hana og spurði hvort hún væri til í að spila á mínum tónleikum. Ég bjóst nú ekki við neinu þar sem hún er með sína eigin jólatónleika og nóg að gera, en svo heyrðumst við aftur og þetta var bara neglt. Þetta var kórónan á þessa sýningu – þetta var svona eins og ef þú ert með geðveikan kaffibolla og ert að fara að drekka hann og einhver kemur og segir „viltu fá súkkulaðispæni ofan á?“ og þú ert bara „auðvitað vil ég súkkulaðispæni! Ég hélt að það væri ekki í boði.““ Gauti segir að það hafi heldur ekki verið erfitt að fá Pál Óskar inn, enda er hann aðdáandi. „Páll Óskar sagði bara já strax. Hann kom að horfa í fyrra og hann hló svo hátt að það truflaði eiginlega sýninguna, honum fannst þetta svo geggjað.“ Miðasalan hefst næstkomandi þriðjudag, ellefta september, inn á tix.is. Í boði verða tvær sýningar: fjölskyldusýning og svo kvöldsýning.
Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira