Vonbrigði hversu hægt miðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:00 Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira