Segja allt hafa verið betra í gamla daga Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. mars 2018 06:00 Haukur Viðar og Kjartan eru sárþjáðir af fortíðarfíkn og fá útrás fyrir hana í gömlum fréttum sem þeir finna á timarit.is. Vísir/eyþór Þeir félagar Haukur Viðar Alfreðsson og Kjartan Guðmundsson halda úti hlaðvarpsþættinum Í frjettum er þetta elzt þar sem umfjöllunarefnið er gamlar fréttir. Þátturinn er að einhverju leyti þeirra óður til vefsíðunnar timarit. is sem þeir hafa skemmt sér yfir saman um langt skeið. „Við Haukur höfum þekkst lengi – við vorum meðal annars með útvarpsþátt saman á X-inu fyrir nokkrum árum. Við fórum þar yfir dægurmenninguna; músík og bíó- myndir og allt þetta. Síðan þá höfum við talað mikið saman á netinu og mest af öllu tölum við um gamlar fréttir, enda báðir miklir fortíðarfíklar. Við erum alltaf að lesa gamlar fréttir á timarit. is. Það getur bæði verið fyndið og fróðlegt – sumt er allt öðruvísi en í dag, en annað er alveg eins,“ segir Kjartan, en hann segir að þeir hafi lengi vel ætlað sér að setja í gang hlaðvarp – en aldrei fundið nógu gott umfjöllunarefni til að smíða heilan þátt utan um. En einn daginn kviknaði á ljósaperu hjá þeim og þeir föttuðu að gömlu fréttirnar sem þeir voru alltaf að hlæja að og senda sín á milli væru auðvitað kjörið efni.Allt undir „Við finnum sem sagt eitt umfjöllunarefni – það getur verið eitt stórt fréttamál eða eitthvað lítið. Í fyrsta þættinum tókum við fyrir hvernig var skrifað um Bítlaæðið, hvernig það birtist íslenskum lesendum þess tíma. Síðan í öðrum þættinum rifjuðum við upp frostaveturinn mikla 1918 og hvernig var skrifað í blöðin á meðan þessi vetur stóð yfir sem er allt öðruvísi en hvernig er skrifað um hann í dag. Í gær kom í loftið þáttur þar sem við rifjum upp það þegar karókíið kom fyrst til Íslands. Við tökum sem sagt bara eitthvað sem okkur finnst áhugavert eða spennandi– það er í raun allt undir. Svo lesum við þessar fréttir og spjöllum um þær.“ Kjartan segir að þetta sé algjörlega unnið í gegnum vefsíðuna góðu Tímarit og segir hann þann ágæta vef vera algjört töfratæki. „Ég dáist að þessu fólki og þessu framtaki á timarit.is að gera þetta mögulegt. Það er ómögulegt annað en að nýta þetta á einhvern hátt eins og við erum að gera, af því að þetta er svo geggjað.“Segðu mér Kjartan, má tala um að þessi mikli áhugi ykkar á gömlum tímum og fréttum sé ákveðið ellimerki hjá ykkur? „Við erum að færa okkur yfir í það að þykjast hafa áhuga á einhverju öðru en dægurmenningu, eins og fréttum og stjórnmálum. Við erum nefnilega orðnir mjög gamlir, það er hluti af þessu, við erum að fatta að við erum engin unglömb lengur. Þetta er fyrsta vísbending í þá átt að við séum að verða gamlir, fyrsta öldrunarmerkið.“ Kjartan mælir með fólk fari reglulega inn á timarit.is og grúski þar í alls kyns efni, enda sé það alveg stórmerkilegt. „Og svo, eins og við tönnlumst alltaf á í þessum þáttum okkar, er það þannig að allt var betra í gamla daga. Við erum alveg á því, og hvikum ekkert frá þeirri skoðun. 1991 að hlusta á Jón og Gulla í útvarpinu að tala við Jóhannes á fóðurbílnum, okkur bara vöknar um augun við að hugsa um þetta.“ Stefna þeirra er að gefa út þátt hið minnsta á tveggja vikna fresti – af kurteisi við hlustendur. Á vefsíðunni elzt.is má nálgast alla þættina og einnig á iTunes og öllum þessum forritum, hvað þau öll heita. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Þeir félagar Haukur Viðar Alfreðsson og Kjartan Guðmundsson halda úti hlaðvarpsþættinum Í frjettum er þetta elzt þar sem umfjöllunarefnið er gamlar fréttir. Þátturinn er að einhverju leyti þeirra óður til vefsíðunnar timarit. is sem þeir hafa skemmt sér yfir saman um langt skeið. „Við Haukur höfum þekkst lengi – við vorum meðal annars með útvarpsþátt saman á X-inu fyrir nokkrum árum. Við fórum þar yfir dægurmenninguna; músík og bíó- myndir og allt þetta. Síðan þá höfum við talað mikið saman á netinu og mest af öllu tölum við um gamlar fréttir, enda báðir miklir fortíðarfíklar. Við erum alltaf að lesa gamlar fréttir á timarit. is. Það getur bæði verið fyndið og fróðlegt – sumt er allt öðruvísi en í dag, en annað er alveg eins,“ segir Kjartan, en hann segir að þeir hafi lengi vel ætlað sér að setja í gang hlaðvarp – en aldrei fundið nógu gott umfjöllunarefni til að smíða heilan þátt utan um. En einn daginn kviknaði á ljósaperu hjá þeim og þeir föttuðu að gömlu fréttirnar sem þeir voru alltaf að hlæja að og senda sín á milli væru auðvitað kjörið efni.Allt undir „Við finnum sem sagt eitt umfjöllunarefni – það getur verið eitt stórt fréttamál eða eitthvað lítið. Í fyrsta þættinum tókum við fyrir hvernig var skrifað um Bítlaæðið, hvernig það birtist íslenskum lesendum þess tíma. Síðan í öðrum þættinum rifjuðum við upp frostaveturinn mikla 1918 og hvernig var skrifað í blöðin á meðan þessi vetur stóð yfir sem er allt öðruvísi en hvernig er skrifað um hann í dag. Í gær kom í loftið þáttur þar sem við rifjum upp það þegar karókíið kom fyrst til Íslands. Við tökum sem sagt bara eitthvað sem okkur finnst áhugavert eða spennandi– það er í raun allt undir. Svo lesum við þessar fréttir og spjöllum um þær.“ Kjartan segir að þetta sé algjörlega unnið í gegnum vefsíðuna góðu Tímarit og segir hann þann ágæta vef vera algjört töfratæki. „Ég dáist að þessu fólki og þessu framtaki á timarit.is að gera þetta mögulegt. Það er ómögulegt annað en að nýta þetta á einhvern hátt eins og við erum að gera, af því að þetta er svo geggjað.“Segðu mér Kjartan, má tala um að þessi mikli áhugi ykkar á gömlum tímum og fréttum sé ákveðið ellimerki hjá ykkur? „Við erum að færa okkur yfir í það að þykjast hafa áhuga á einhverju öðru en dægurmenningu, eins og fréttum og stjórnmálum. Við erum nefnilega orðnir mjög gamlir, það er hluti af þessu, við erum að fatta að við erum engin unglömb lengur. Þetta er fyrsta vísbending í þá átt að við séum að verða gamlir, fyrsta öldrunarmerkið.“ Kjartan mælir með fólk fari reglulega inn á timarit.is og grúski þar í alls kyns efni, enda sé það alveg stórmerkilegt. „Og svo, eins og við tönnlumst alltaf á í þessum þáttum okkar, er það þannig að allt var betra í gamla daga. Við erum alveg á því, og hvikum ekkert frá þeirri skoðun. 1991 að hlusta á Jón og Gulla í útvarpinu að tala við Jóhannes á fóðurbílnum, okkur bara vöknar um augun við að hugsa um þetta.“ Stefna þeirra er að gefa út þátt hið minnsta á tveggja vikna fresti – af kurteisi við hlustendur. Á vefsíðunni elzt.is má nálgast alla þættina og einnig á iTunes og öllum þessum forritum, hvað þau öll heita.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira