Segja allt hafa verið betra í gamla daga Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. mars 2018 06:00 Haukur Viðar og Kjartan eru sárþjáðir af fortíðarfíkn og fá útrás fyrir hana í gömlum fréttum sem þeir finna á timarit.is. Vísir/eyþór Þeir félagar Haukur Viðar Alfreðsson og Kjartan Guðmundsson halda úti hlaðvarpsþættinum Í frjettum er þetta elzt þar sem umfjöllunarefnið er gamlar fréttir. Þátturinn er að einhverju leyti þeirra óður til vefsíðunnar timarit. is sem þeir hafa skemmt sér yfir saman um langt skeið. „Við Haukur höfum þekkst lengi – við vorum meðal annars með útvarpsþátt saman á X-inu fyrir nokkrum árum. Við fórum þar yfir dægurmenninguna; músík og bíó- myndir og allt þetta. Síðan þá höfum við talað mikið saman á netinu og mest af öllu tölum við um gamlar fréttir, enda báðir miklir fortíðarfíklar. Við erum alltaf að lesa gamlar fréttir á timarit. is. Það getur bæði verið fyndið og fróðlegt – sumt er allt öðruvísi en í dag, en annað er alveg eins,“ segir Kjartan, en hann segir að þeir hafi lengi vel ætlað sér að setja í gang hlaðvarp – en aldrei fundið nógu gott umfjöllunarefni til að smíða heilan þátt utan um. En einn daginn kviknaði á ljósaperu hjá þeim og þeir föttuðu að gömlu fréttirnar sem þeir voru alltaf að hlæja að og senda sín á milli væru auðvitað kjörið efni.Allt undir „Við finnum sem sagt eitt umfjöllunarefni – það getur verið eitt stórt fréttamál eða eitthvað lítið. Í fyrsta þættinum tókum við fyrir hvernig var skrifað um Bítlaæðið, hvernig það birtist íslenskum lesendum þess tíma. Síðan í öðrum þættinum rifjuðum við upp frostaveturinn mikla 1918 og hvernig var skrifað í blöðin á meðan þessi vetur stóð yfir sem er allt öðruvísi en hvernig er skrifað um hann í dag. Í gær kom í loftið þáttur þar sem við rifjum upp það þegar karókíið kom fyrst til Íslands. Við tökum sem sagt bara eitthvað sem okkur finnst áhugavert eða spennandi– það er í raun allt undir. Svo lesum við þessar fréttir og spjöllum um þær.“ Kjartan segir að þetta sé algjörlega unnið í gegnum vefsíðuna góðu Tímarit og segir hann þann ágæta vef vera algjört töfratæki. „Ég dáist að þessu fólki og þessu framtaki á timarit.is að gera þetta mögulegt. Það er ómögulegt annað en að nýta þetta á einhvern hátt eins og við erum að gera, af því að þetta er svo geggjað.“Segðu mér Kjartan, má tala um að þessi mikli áhugi ykkar á gömlum tímum og fréttum sé ákveðið ellimerki hjá ykkur? „Við erum að færa okkur yfir í það að þykjast hafa áhuga á einhverju öðru en dægurmenningu, eins og fréttum og stjórnmálum. Við erum nefnilega orðnir mjög gamlir, það er hluti af þessu, við erum að fatta að við erum engin unglömb lengur. Þetta er fyrsta vísbending í þá átt að við séum að verða gamlir, fyrsta öldrunarmerkið.“ Kjartan mælir með fólk fari reglulega inn á timarit.is og grúski þar í alls kyns efni, enda sé það alveg stórmerkilegt. „Og svo, eins og við tönnlumst alltaf á í þessum þáttum okkar, er það þannig að allt var betra í gamla daga. Við erum alveg á því, og hvikum ekkert frá þeirri skoðun. 1991 að hlusta á Jón og Gulla í útvarpinu að tala við Jóhannes á fóðurbílnum, okkur bara vöknar um augun við að hugsa um þetta.“ Stefna þeirra er að gefa út þátt hið minnsta á tveggja vikna fresti – af kurteisi við hlustendur. Á vefsíðunni elzt.is má nálgast alla þættina og einnig á iTunes og öllum þessum forritum, hvað þau öll heita. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Þeir félagar Haukur Viðar Alfreðsson og Kjartan Guðmundsson halda úti hlaðvarpsþættinum Í frjettum er þetta elzt þar sem umfjöllunarefnið er gamlar fréttir. Þátturinn er að einhverju leyti þeirra óður til vefsíðunnar timarit. is sem þeir hafa skemmt sér yfir saman um langt skeið. „Við Haukur höfum þekkst lengi – við vorum meðal annars með útvarpsþátt saman á X-inu fyrir nokkrum árum. Við fórum þar yfir dægurmenninguna; músík og bíó- myndir og allt þetta. Síðan þá höfum við talað mikið saman á netinu og mest af öllu tölum við um gamlar fréttir, enda báðir miklir fortíðarfíklar. Við erum alltaf að lesa gamlar fréttir á timarit. is. Það getur bæði verið fyndið og fróðlegt – sumt er allt öðruvísi en í dag, en annað er alveg eins,“ segir Kjartan, en hann segir að þeir hafi lengi vel ætlað sér að setja í gang hlaðvarp – en aldrei fundið nógu gott umfjöllunarefni til að smíða heilan þátt utan um. En einn daginn kviknaði á ljósaperu hjá þeim og þeir föttuðu að gömlu fréttirnar sem þeir voru alltaf að hlæja að og senda sín á milli væru auðvitað kjörið efni.Allt undir „Við finnum sem sagt eitt umfjöllunarefni – það getur verið eitt stórt fréttamál eða eitthvað lítið. Í fyrsta þættinum tókum við fyrir hvernig var skrifað um Bítlaæðið, hvernig það birtist íslenskum lesendum þess tíma. Síðan í öðrum þættinum rifjuðum við upp frostaveturinn mikla 1918 og hvernig var skrifað í blöðin á meðan þessi vetur stóð yfir sem er allt öðruvísi en hvernig er skrifað um hann í dag. Í gær kom í loftið þáttur þar sem við rifjum upp það þegar karókíið kom fyrst til Íslands. Við tökum sem sagt bara eitthvað sem okkur finnst áhugavert eða spennandi– það er í raun allt undir. Svo lesum við þessar fréttir og spjöllum um þær.“ Kjartan segir að þetta sé algjörlega unnið í gegnum vefsíðuna góðu Tímarit og segir hann þann ágæta vef vera algjört töfratæki. „Ég dáist að þessu fólki og þessu framtaki á timarit.is að gera þetta mögulegt. Það er ómögulegt annað en að nýta þetta á einhvern hátt eins og við erum að gera, af því að þetta er svo geggjað.“Segðu mér Kjartan, má tala um að þessi mikli áhugi ykkar á gömlum tímum og fréttum sé ákveðið ellimerki hjá ykkur? „Við erum að færa okkur yfir í það að þykjast hafa áhuga á einhverju öðru en dægurmenningu, eins og fréttum og stjórnmálum. Við erum nefnilega orðnir mjög gamlir, það er hluti af þessu, við erum að fatta að við erum engin unglömb lengur. Þetta er fyrsta vísbending í þá átt að við séum að verða gamlir, fyrsta öldrunarmerkið.“ Kjartan mælir með fólk fari reglulega inn á timarit.is og grúski þar í alls kyns efni, enda sé það alveg stórmerkilegt. „Og svo, eins og við tönnlumst alltaf á í þessum þáttum okkar, er það þannig að allt var betra í gamla daga. Við erum alveg á því, og hvikum ekkert frá þeirri skoðun. 1991 að hlusta á Jón og Gulla í útvarpinu að tala við Jóhannes á fóðurbílnum, okkur bara vöknar um augun við að hugsa um þetta.“ Stefna þeirra er að gefa út þátt hið minnsta á tveggja vikna fresti – af kurteisi við hlustendur. Á vefsíðunni elzt.is má nálgast alla þættina og einnig á iTunes og öllum þessum forritum, hvað þau öll heita.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira