Slökkvistarfi lokið á Hellisheiði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 17:51 Allt tilktækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu var kallað út vegna elds í Hellisheiðarvirkjun Vísir/Sindri Reyr Slökkvistarfi er nú lokið á Hellisheiði en eldur kom upp í loftræstibúnaði Hellisheiðarvirkjunar laust fyrir hádegi í dag. Brunavarnir Árnessýslu munu þó vakta svæðið í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku náttúrunnar. Ekki er útlit fyrir að verulegt tjón hafi orðið á framleiðslubúnaði virkjunarinnar og að sá búnaður sem sló út eða slökkt var á í dag skili fullum afköstum um eða eftir helgi. Jarðhitasýning Orku náttúrunnar, sem starfrækt er í virkjuninni, verður þó lokuð fram á mánudag, að minnsta kosti. Eftir að eldurinn hafði verið slökktur gengu reykkafarar úr skugga um að ekki leyndust glæður milli þilja og stóð það starf fram á fimmta tímann. Ekki er vitað hver eldsupptökin voru en eldur logaði í um tvo tíma í loftræstibúnaði og þaki miðhluta stöðvarhússins, þar á meðal þakpappa sem gaf frá sér talsverðan reyk. Nú þegar er verið að undirbúa fyrstu viðgerðir á þaki stöðvarhússins. Í tilkynningunni segir að almenningur hafi ekki orðið fyrir truflun á framleiðslunni og vonað erað svo verði ekki. Einni af sex háþrýstivélum Hellisheiðarvirkjunar sló út skömmu eftir að eldsins varð vart en engin tengsl hafa þó enn sést þar á milli. Af öryggisástæðum var þó ákveðið að slökkva á lágþrýstivél virkjunarinnar og varmastöð áður en slökkvistarf hófst. Útlit er fyrir að takist að endurræsa lágþrýstivélina og varmastöðina um helgina. Í varmastöðinni er framleitt heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem útlit er fyrir kólnandi veður er full þörf fyrir þá framleiðslu. Í dag var meðal annars farið yfir til hvaða aðgerða mætti grípa tefjist það að koma heitavatnsframleiðslunni af stað. Tengdar fréttir Eldur í Hellisheiðarvirkjun Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum. 12. janúar 2018 11:44 Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“ "Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk,“ segir Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu fyrir utan stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar þar sem kviknaði eldur skömmu fyrir hádegi í dag. 12. janúar 2018 14:10 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira
Slökkvistarfi er nú lokið á Hellisheiði en eldur kom upp í loftræstibúnaði Hellisheiðarvirkjunar laust fyrir hádegi í dag. Brunavarnir Árnessýslu munu þó vakta svæðið í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku náttúrunnar. Ekki er útlit fyrir að verulegt tjón hafi orðið á framleiðslubúnaði virkjunarinnar og að sá búnaður sem sló út eða slökkt var á í dag skili fullum afköstum um eða eftir helgi. Jarðhitasýning Orku náttúrunnar, sem starfrækt er í virkjuninni, verður þó lokuð fram á mánudag, að minnsta kosti. Eftir að eldurinn hafði verið slökktur gengu reykkafarar úr skugga um að ekki leyndust glæður milli þilja og stóð það starf fram á fimmta tímann. Ekki er vitað hver eldsupptökin voru en eldur logaði í um tvo tíma í loftræstibúnaði og þaki miðhluta stöðvarhússins, þar á meðal þakpappa sem gaf frá sér talsverðan reyk. Nú þegar er verið að undirbúa fyrstu viðgerðir á þaki stöðvarhússins. Í tilkynningunni segir að almenningur hafi ekki orðið fyrir truflun á framleiðslunni og vonað erað svo verði ekki. Einni af sex háþrýstivélum Hellisheiðarvirkjunar sló út skömmu eftir að eldsins varð vart en engin tengsl hafa þó enn sést þar á milli. Af öryggisástæðum var þó ákveðið að slökkva á lágþrýstivél virkjunarinnar og varmastöð áður en slökkvistarf hófst. Útlit er fyrir að takist að endurræsa lágþrýstivélina og varmastöðina um helgina. Í varmastöðinni er framleitt heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem útlit er fyrir kólnandi veður er full þörf fyrir þá framleiðslu. Í dag var meðal annars farið yfir til hvaða aðgerða mætti grípa tefjist það að koma heitavatnsframleiðslunni af stað.
Tengdar fréttir Eldur í Hellisheiðarvirkjun Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum. 12. janúar 2018 11:44 Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“ "Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk,“ segir Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu fyrir utan stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar þar sem kviknaði eldur skömmu fyrir hádegi í dag. 12. janúar 2018 14:10 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira
Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“ "Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk,“ segir Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu fyrir utan stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar þar sem kviknaði eldur skömmu fyrir hádegi í dag. 12. janúar 2018 14:10