Ætlar að safna flugtímum á heimasmíðaðri flugvél Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 20:00 Íslenskur nemandi í atvinnuflugi ætlar að safna flugtímum á heimasmíðaðri flugvél. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því ásamt föður sínum að setja saman vélina sem kom í fleiri þúsund pörtum frá Ítalíu í einum stórum kassa. Askur Freyr Árnason leggur stund á nám í atvinnuflugi en í frístundum sínum dundar hann sér við að setja saman litla flugvél í bílskúrnum. Áhugann er ekki langt að sækja. „Pabbi hann er búinn að vera með mér í þessu, ég er búinn að taka minni hlutann í rauninni útaf skólanum. Þetta er sem sagt þriðja flugvélin sem að hann smíðar þannig að hann hefur bara gaman af þessu,” segir Askur í samtali við Stöð 2. Um er að ræða 100 hestafla tveggja sæta flugvél af gerðinni Savannah S og er smíðin vel á veg komin. „Þetta voru einhverjir nokkur þúsund bútar líklegast, kom bara í ágúst í fyrra og við erum núna búnir með 400 tíma og hún er núna eiginlega að verða reddý.“ Ekki er um ódýrt áhugamál að ræða en vélin, ósamsett í kassanum frá Ítalíu, kostar um 7,5 milljónir íslenskra króna. Við það bætist svo tollur og ýmis kostnaður við aðra varahluti. Feðgarnir hafa undanfarna mánuði skrúfað vélina saman samkvæmt ítarlegum leiðbeiningum en Askur hafði áður lært rafvirkjun svo það vafðist ekki fyrir honum að tengja rafmagnið. Nú bíður hann eftir að fá vottun frá Samgöngustofu svo hann geti farið í loftið á vélinni og safnað flugtímum í atvinnuflugmannsnáminu. „Ég þarf að safna mér upp 300 tímum áður en ég get sótt um vinnu, þannig að það verður gert bara á þessa,” segir Askur. Vélin hefur fengið nafnið TF-ASK, sem vísar til nafns eigandans, en Askur kveðst vita um sjö sambærilegar flugvélar hér á landi. En hverjum ætlar hann að bjóða með í fyrsta túrinn? „Það er spurning, ætli við pabbi tökum ekki fyrsta rúntinn,“ segir Askur. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íslenskur nemandi í atvinnuflugi ætlar að safna flugtímum á heimasmíðaðri flugvél. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því ásamt föður sínum að setja saman vélina sem kom í fleiri þúsund pörtum frá Ítalíu í einum stórum kassa. Askur Freyr Árnason leggur stund á nám í atvinnuflugi en í frístundum sínum dundar hann sér við að setja saman litla flugvél í bílskúrnum. Áhugann er ekki langt að sækja. „Pabbi hann er búinn að vera með mér í þessu, ég er búinn að taka minni hlutann í rauninni útaf skólanum. Þetta er sem sagt þriðja flugvélin sem að hann smíðar þannig að hann hefur bara gaman af þessu,” segir Askur í samtali við Stöð 2. Um er að ræða 100 hestafla tveggja sæta flugvél af gerðinni Savannah S og er smíðin vel á veg komin. „Þetta voru einhverjir nokkur þúsund bútar líklegast, kom bara í ágúst í fyrra og við erum núna búnir með 400 tíma og hún er núna eiginlega að verða reddý.“ Ekki er um ódýrt áhugamál að ræða en vélin, ósamsett í kassanum frá Ítalíu, kostar um 7,5 milljónir íslenskra króna. Við það bætist svo tollur og ýmis kostnaður við aðra varahluti. Feðgarnir hafa undanfarna mánuði skrúfað vélina saman samkvæmt ítarlegum leiðbeiningum en Askur hafði áður lært rafvirkjun svo það vafðist ekki fyrir honum að tengja rafmagnið. Nú bíður hann eftir að fá vottun frá Samgöngustofu svo hann geti farið í loftið á vélinni og safnað flugtímum í atvinnuflugmannsnáminu. „Ég þarf að safna mér upp 300 tímum áður en ég get sótt um vinnu, þannig að það verður gert bara á þessa,” segir Askur. Vélin hefur fengið nafnið TF-ASK, sem vísar til nafns eigandans, en Askur kveðst vita um sjö sambærilegar flugvélar hér á landi. En hverjum ætlar hann að bjóða með í fyrsta túrinn? „Það er spurning, ætli við pabbi tökum ekki fyrsta rúntinn,“ segir Askur.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira