Tekur áramótaheitið á næsta stig Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. janúar 2018 10:30 Jakob ætlar sér meðal annars að læra að súrsa grænmeti og taka lýsi á þessu ári. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er í þriðja sinn sem ég geri þetta. Þetta hefur gengið framar björtustu vonum ef svo má að orðum komast. Eins og má sjá á bloggsíðunni minni tókst mér að klára 33 markmið í fyrra og 39 í hittifyrra. Ég tel það nokkuð gott,“ segir Jakob Ómarsson, en hann hefur síðustu þrjú ár sett upp 52 atriða lista yfir markmið sín á árinu og bloggað um hvernig hann hefur svo fylgt þeim eftir. „Hugmyndin bak við þetta er sú að í staðinn fyrir að setja sér eitt markmið eða tvö, og klúðra þeim. Þá set ég mér markmið um að klára 52 hluti á árinu með von um að ná að klára einhverja af þeim. Mikla vinnu þarf til að ná sumum markmiðunum á meðan önnur tekur kannski nokkrar mínútur að klára. Viljastyrkur er ekki eining heldur vöðvi; með því að taka til í einum hlut byrja ég sjálfkrafa að vinna í þeim næsta. Sem dæmi að ef manneskja byrjar að mæta reglulega í ræktina þá bætist svefninn sjálfkrafa við og mataræðið oft líka. Það er ein ástæða þess að ég geri þetta með þessu fyrirkomulagi en svo kemur maður auðvitað fullt af hlutum í verk og upplifir ótrúlega skemmtilega hluti í leiðinni.“Finnurðu mun á þér eftir að þú byrjaðir? „Allan daginn – og ekki bara mun á mér, heldur, og nú tek ég mikið upp í mig, hefur þessi listi bara haft gífurleg áhrif á líf mitt. Ég tók ákvarðanir þar sem hefði verið rosalega auðvelt að vera bara á sófanum heima en í staðinn fór ég út fyrir þægindarammann og gerði eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Hugsaði svo bara „ég ætla að gera þetta, í versta falli verður þetta góð saga“. Til að mynda þá byrjaði ég aftur að leika mér í leiklist og ofan á það þá fór ég í MBA-nám. Listinn er ástæðan fyrir því að ég tók af skarið. Ég tók líka heilsuna í gegn en það væri allt of vítt til að fara á listann og því braut ég það niður í minni markmið eins og hlaupa 200 kílómetra á árinu. Einnig hef ég gert ótal margt skemmtilegt eins og að fara út að borða á Dill, samskiptamiðlalaus vika, hrósa ókunnugum, stofna bókaklúbb, taka mynd af árunni minni, vera vegan í viku og margt fleira.“Er planið að halda þessu áfram? „Algjörlega. Að því sögðu þá er hugmyndin á bak við þetta sú að ef ég hef ekki gaman af þessu lengur þá ætla ég bara að hætta. Ef þetta er ekki að skila sér í góðu eða einhverju sem ég hef gaman af – þá er ég hættur. Akkúrat núna hef ég ótrúlega gaman af þessu.“ Dæmi um hluti sem eru á listanum hans Jakobs fyrir árið í ár er t.d. að klára MBA-nám, byggja upp „six-pack“, taka sykurlausan mánuð, fara í sumarbústað, fasta, taka til skjölin í tölvunni og fleira. Einnig eru þarna óvenjulegri og eilítið persónulegri hlutir eins og að setja filmu í forstofugluggann svo að allir í heiminum geti ekki séð hann beran, þakka gömlum umsjónarkennara fyrir að hafa trú á sér og hjálpa sér við að halda sér við efnið í menntó, laga úlpuna sína og fara í DNA-próf til að komast að uppruna sínum. Fylgjast má með ævintýrum Jakobs á bloggsíðunni hans og á Snapchat (jakobomars). Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Þetta er í þriðja sinn sem ég geri þetta. Þetta hefur gengið framar björtustu vonum ef svo má að orðum komast. Eins og má sjá á bloggsíðunni minni tókst mér að klára 33 markmið í fyrra og 39 í hittifyrra. Ég tel það nokkuð gott,“ segir Jakob Ómarsson, en hann hefur síðustu þrjú ár sett upp 52 atriða lista yfir markmið sín á árinu og bloggað um hvernig hann hefur svo fylgt þeim eftir. „Hugmyndin bak við þetta er sú að í staðinn fyrir að setja sér eitt markmið eða tvö, og klúðra þeim. Þá set ég mér markmið um að klára 52 hluti á árinu með von um að ná að klára einhverja af þeim. Mikla vinnu þarf til að ná sumum markmiðunum á meðan önnur tekur kannski nokkrar mínútur að klára. Viljastyrkur er ekki eining heldur vöðvi; með því að taka til í einum hlut byrja ég sjálfkrafa að vinna í þeim næsta. Sem dæmi að ef manneskja byrjar að mæta reglulega í ræktina þá bætist svefninn sjálfkrafa við og mataræðið oft líka. Það er ein ástæða þess að ég geri þetta með þessu fyrirkomulagi en svo kemur maður auðvitað fullt af hlutum í verk og upplifir ótrúlega skemmtilega hluti í leiðinni.“Finnurðu mun á þér eftir að þú byrjaðir? „Allan daginn – og ekki bara mun á mér, heldur, og nú tek ég mikið upp í mig, hefur þessi listi bara haft gífurleg áhrif á líf mitt. Ég tók ákvarðanir þar sem hefði verið rosalega auðvelt að vera bara á sófanum heima en í staðinn fór ég út fyrir þægindarammann og gerði eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Hugsaði svo bara „ég ætla að gera þetta, í versta falli verður þetta góð saga“. Til að mynda þá byrjaði ég aftur að leika mér í leiklist og ofan á það þá fór ég í MBA-nám. Listinn er ástæðan fyrir því að ég tók af skarið. Ég tók líka heilsuna í gegn en það væri allt of vítt til að fara á listann og því braut ég það niður í minni markmið eins og hlaupa 200 kílómetra á árinu. Einnig hef ég gert ótal margt skemmtilegt eins og að fara út að borða á Dill, samskiptamiðlalaus vika, hrósa ókunnugum, stofna bókaklúbb, taka mynd af árunni minni, vera vegan í viku og margt fleira.“Er planið að halda þessu áfram? „Algjörlega. Að því sögðu þá er hugmyndin á bak við þetta sú að ef ég hef ekki gaman af þessu lengur þá ætla ég bara að hætta. Ef þetta er ekki að skila sér í góðu eða einhverju sem ég hef gaman af – þá er ég hættur. Akkúrat núna hef ég ótrúlega gaman af þessu.“ Dæmi um hluti sem eru á listanum hans Jakobs fyrir árið í ár er t.d. að klára MBA-nám, byggja upp „six-pack“, taka sykurlausan mánuð, fara í sumarbústað, fasta, taka til skjölin í tölvunni og fleira. Einnig eru þarna óvenjulegri og eilítið persónulegri hlutir eins og að setja filmu í forstofugluggann svo að allir í heiminum geti ekki séð hann beran, þakka gömlum umsjónarkennara fyrir að hafa trú á sér og hjálpa sér við að halda sér við efnið í menntó, laga úlpuna sína og fara í DNA-próf til að komast að uppruna sínum. Fylgjast má með ævintýrum Jakobs á bloggsíðunni hans og á Snapchat (jakobomars).
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira