Bryan Cranston segist staddur á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 22:18 Bryan Cranston er Íslendingum eflaust flestum kunnur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Breaking Bad. Bandaríski leikarinn Bryan Cranston virðist vera staddur á Íslandi ef marka má myndband sem hann deildi á Instagram-reikningi sínum í kvöld. Þá sagði hann aðdáendum sínum frá skoplegu tannburstunar-óhappi en Nútíminn greindi fyrst frá komu leikarans. „Ég er með litla ferðatannburstann minn, vegna þess að ég er á Íslandi, og svo dró ég fram tannkremið mitt og setti á tannburstann og byrjaði að bursta,“ segir Cranston í myndbandinu sem hann tekur upp á símann sinn inni á ótilgreindu baðherbergi. Cranston lýsir því svo hvernig bragðið af tannkreminu hafi komið sér óþægilega á óvart. „Þetta er líklega versta tannkrem sem ég hef smakkað,“ segist Cranston hafa hugsað með sér. Að lokum sýnir Cranston fylgjendum sínum túpuna, sem reyndist hafa verið fótasmyrsl. Skýringin á slæma bragðinu sé því fundin. Bryan Cranston er Íslendingum eflaust flestum kunnur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Breaking Bad. Þar fór hann með hlutverk kennarans og eiturlyfjabarónsins Walters White. Þá lék hann einnig föður söguhetju þáttanna Malcolm in the Middle sem sýndir voru á SkjáEinum. Ekki er ljóst hvers vegna Cranston hefur ákveðið að sækja Ísland heim né hversu lengi hann mun dvelja hér á landi. At least I won't get athlete's mouth! A post shared by Bryan Cranston (@bryancranston) on Mar 15, 2018 at 1:54pm PDT Íslandsvinir Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira
Bandaríski leikarinn Bryan Cranston virðist vera staddur á Íslandi ef marka má myndband sem hann deildi á Instagram-reikningi sínum í kvöld. Þá sagði hann aðdáendum sínum frá skoplegu tannburstunar-óhappi en Nútíminn greindi fyrst frá komu leikarans. „Ég er með litla ferðatannburstann minn, vegna þess að ég er á Íslandi, og svo dró ég fram tannkremið mitt og setti á tannburstann og byrjaði að bursta,“ segir Cranston í myndbandinu sem hann tekur upp á símann sinn inni á ótilgreindu baðherbergi. Cranston lýsir því svo hvernig bragðið af tannkreminu hafi komið sér óþægilega á óvart. „Þetta er líklega versta tannkrem sem ég hef smakkað,“ segist Cranston hafa hugsað með sér. Að lokum sýnir Cranston fylgjendum sínum túpuna, sem reyndist hafa verið fótasmyrsl. Skýringin á slæma bragðinu sé því fundin. Bryan Cranston er Íslendingum eflaust flestum kunnur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Breaking Bad. Þar fór hann með hlutverk kennarans og eiturlyfjabarónsins Walters White. Þá lék hann einnig föður söguhetju þáttanna Malcolm in the Middle sem sýndir voru á SkjáEinum. Ekki er ljóst hvers vegna Cranston hefur ákveðið að sækja Ísland heim né hversu lengi hann mun dvelja hér á landi. At least I won't get athlete's mouth! A post shared by Bryan Cranston (@bryancranston) on Mar 15, 2018 at 1:54pm PDT
Íslandsvinir Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira