Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. febrúar 2018 17:04 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Vísir/Anton Brink Á morgun er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og af því tilefni býður Krabbameinsfélag Íslands almenningi í heimsókn í Skógarhlíð. Félagið skorar einnig á stjórnvöld að beita sér fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum og hvetur almenning til að skrifa undir áskorun þess efnis. Alþjóðakrabbameinssamtökin hafa valið fjórða febrúar ár hvert til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum. Nú er þriggja ára herferð samtakanna í hámarki en herferðin miðar að því að fækka þeim sem greinast með krabbamein og minnka byrðar af völdum krabbameins á samfélagið. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að lífstílsbreytingar á síðustu árum og áratugum hafi orðið til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein og að almenningur geti haft áhrif á eigin heilsu með því að leggja áherslu á hreyfingu og hollt mataræði, taka þátt í skimun og þekkja einkenni krabbameina.Mikilvægt að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðarÞá skorar Krabbameinsfélagið á stjórnvöld að beita sér fyrir forvörnum sem felast meðal annars í hvatningu til heilbrigðra lífshátta. „Mikilvægt er að yfirvöld sýni frumkvæði og stuðli þannig að því að færri greinist með krabbamein, samfélaginu öllu til hagsbóta,“ segir í tilkynningunni. Félagið skorar á sveitarstjórnarfólk til að banna reykingar á opinberum svæðum sveitarfélaga, hvetja til betri nýtingar svæða sem ætluð eru til hreyfingar og útivistar, bjóða upp á hollan mat í leik- og grunnskólum og að auðvelda einstaklingum sem búa við þröngan efnahag að stunda fjölbreytta hreyfingu svo eitthvað sé nefnt. Krabbameinsfélagið skorar einnig á þingmenn og ríkisstjórn að beita sér fyrir bættri lýðheilsu meðal annars með því að halda áfram þeirri vinnu sem hafin var við krabbameinsáætlun og ljúka henni hið fyrsta, banna reykingar á almannafæri, hefja skimun fyrir ristilkrabbameini og að setja skýra stefnu og aðgerðaráætlun í tóbaksvörnum og setja lög um rafrettur. Þá vill félagið einnig að tryggt verði að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðar og að komið verði í veg fyrir duldar auglýsingar.Kraftur fagnar deginum í HörpuKraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, fagnar deginum einnig með viðburði í Hörpu kl. 13:00-17:00. Þar fer fram lokahnykkur í fjáröflunarátaki Krafts þar sem almenningi er boðið að perla armbönd við lifandi tónlist. Krabbameinsfélagið stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til aðgerða og láta verkin tala. Hægt er að skrifa undir hér. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Á morgun er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og af því tilefni býður Krabbameinsfélag Íslands almenningi í heimsókn í Skógarhlíð. Félagið skorar einnig á stjórnvöld að beita sér fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum og hvetur almenning til að skrifa undir áskorun þess efnis. Alþjóðakrabbameinssamtökin hafa valið fjórða febrúar ár hvert til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum. Nú er þriggja ára herferð samtakanna í hámarki en herferðin miðar að því að fækka þeim sem greinast með krabbamein og minnka byrðar af völdum krabbameins á samfélagið. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að lífstílsbreytingar á síðustu árum og áratugum hafi orðið til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein og að almenningur geti haft áhrif á eigin heilsu með því að leggja áherslu á hreyfingu og hollt mataræði, taka þátt í skimun og þekkja einkenni krabbameina.Mikilvægt að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðarÞá skorar Krabbameinsfélagið á stjórnvöld að beita sér fyrir forvörnum sem felast meðal annars í hvatningu til heilbrigðra lífshátta. „Mikilvægt er að yfirvöld sýni frumkvæði og stuðli þannig að því að færri greinist með krabbamein, samfélaginu öllu til hagsbóta,“ segir í tilkynningunni. Félagið skorar á sveitarstjórnarfólk til að banna reykingar á opinberum svæðum sveitarfélaga, hvetja til betri nýtingar svæða sem ætluð eru til hreyfingar og útivistar, bjóða upp á hollan mat í leik- og grunnskólum og að auðvelda einstaklingum sem búa við þröngan efnahag að stunda fjölbreytta hreyfingu svo eitthvað sé nefnt. Krabbameinsfélagið skorar einnig á þingmenn og ríkisstjórn að beita sér fyrir bættri lýðheilsu meðal annars með því að halda áfram þeirri vinnu sem hafin var við krabbameinsáætlun og ljúka henni hið fyrsta, banna reykingar á almannafæri, hefja skimun fyrir ristilkrabbameini og að setja skýra stefnu og aðgerðaráætlun í tóbaksvörnum og setja lög um rafrettur. Þá vill félagið einnig að tryggt verði að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðar og að komið verði í veg fyrir duldar auglýsingar.Kraftur fagnar deginum í HörpuKraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, fagnar deginum einnig með viðburði í Hörpu kl. 13:00-17:00. Þar fer fram lokahnykkur í fjáröflunarátaki Krafts þar sem almenningi er boðið að perla armbönd við lifandi tónlist. Krabbameinsfélagið stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til aðgerða og láta verkin tala. Hægt er að skrifa undir hér.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira