Ökumaður sendiráðs braut lög með neyðarakstri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira