Hefur áhyggjur af stéttaskiptingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 12:31 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna í menntamálum. „Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira