Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðný Hrönn skrifar 13. febrúar 2018 06:00 Margrét Reynisdóttir er sérfræðingur í þjónustu. Visir/ernir Til að svara fjölmörgum spurningum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði um hvað einkennir Íslendinga og íslenska vinnustaði hefur Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur þróað námskeiðið Góð ráð í samskiptum við Íslendinga! „Lykillinn að því að vinna í íslensku umhverfi er að skilja íslenskan hugsunarhátt,“ segir Margrét. „Ég hef oft fengið að heyra: „ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr“ eða „nú skil ég...“.“ Margrét segir til dæmis Íslendinga vera heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum en þetta kæruleysislega viðhorf þekkist ekki víða erlendis. „Ef við skoðum nokkra þætti sem við ræðum á námskeiðinu og alhæfum aðeins þá má kalla Íslendinga heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum. Bjartsýni Íslendingar og sveigjanleikinn sem felst í „þetta reddast“ gerir þeim kleift að ljúka við verkefni sem ýmsum öðrum þjóðum þætti flestum ógerningur,“ segir Margrét kímin.Íslendingar vita að það þýðir ekkert að stressa sig á hlutunum, því þetta reddast allt saman.Visir/GettyHún tekur tvö dæmi: „Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 er gott dæmi um þessa bjartsýni og dugnað. Annað dæmi er þegar þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku. Allir lögðust á eitt og kláruðu málið. Það kæmi ekki á óvart þótt ýmsar aðrar þjóðir hefðu þurft að funda vikum og jafnvel mánuðum saman til að klára slíkt afrek. Þótt Íslendingar vinni ekki endilega eftir þýsku skipulagi eða séu endilega stundvísir þá eru þeir gjarnan snillingar í að redda öllu á síðustu mínútunum. „Það er nóg af óvissu,“ sagði einn vinur minn til dæmis rólegur um daginn þegar hann leit út um gluggann og sá að veðrið hafði breyst á augabragði. Næsta skref hjá honum var að aðlaga akstursþjónustu fyrirtækisins í einum grænum, einu sinni enn. Breytilegt veður getur kallað á að breyta öllu skipulagi á einni mínútu hérlendis á meðan sumar þjóðir búa við stöðugra veðurfar og geta skipulagt meira og lengra fram í tímann,“ útskýrir Margrét. Fleira sem Margrét bendir á í námskeiði sínu er að Íslendingar eru ekkert að eyða tíma í óþarfa afsökunarbeiðnir og gætu því virkað ókurteisir í augum útlendinga. „Íslendingar hafa oftast ekki fyrir því að biðjast afsökunar rekist þeir utan í annað fólk eða biðja afsökunar yfirleitt. En Bretar gætu t.d. kennt Íslendingum eitt og annað í þessum málum. Íslendingar eru almennt ekkert að eyða tímanum í svona óþarfa.“ Þá bendir Margrét líka fólki af öðru þjóðerni á að Íslendingar horfa mikið á annað fólk í kring um sig. „Slíkt getur þótt dónalegt eða ágengt hjá öðrum þjóðum,“ segir Margrét og minnir aftur á að hún sé að tala almennt um Íslendinga og að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við alla landsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira
Til að svara fjölmörgum spurningum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði um hvað einkennir Íslendinga og íslenska vinnustaði hefur Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur þróað námskeiðið Góð ráð í samskiptum við Íslendinga! „Lykillinn að því að vinna í íslensku umhverfi er að skilja íslenskan hugsunarhátt,“ segir Margrét. „Ég hef oft fengið að heyra: „ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr“ eða „nú skil ég...“.“ Margrét segir til dæmis Íslendinga vera heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum en þetta kæruleysislega viðhorf þekkist ekki víða erlendis. „Ef við skoðum nokkra þætti sem við ræðum á námskeiðinu og alhæfum aðeins þá má kalla Íslendinga heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum. Bjartsýni Íslendingar og sveigjanleikinn sem felst í „þetta reddast“ gerir þeim kleift að ljúka við verkefni sem ýmsum öðrum þjóðum þætti flestum ógerningur,“ segir Margrét kímin.Íslendingar vita að það þýðir ekkert að stressa sig á hlutunum, því þetta reddast allt saman.Visir/GettyHún tekur tvö dæmi: „Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 er gott dæmi um þessa bjartsýni og dugnað. Annað dæmi er þegar þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku. Allir lögðust á eitt og kláruðu málið. Það kæmi ekki á óvart þótt ýmsar aðrar þjóðir hefðu þurft að funda vikum og jafnvel mánuðum saman til að klára slíkt afrek. Þótt Íslendingar vinni ekki endilega eftir þýsku skipulagi eða séu endilega stundvísir þá eru þeir gjarnan snillingar í að redda öllu á síðustu mínútunum. „Það er nóg af óvissu,“ sagði einn vinur minn til dæmis rólegur um daginn þegar hann leit út um gluggann og sá að veðrið hafði breyst á augabragði. Næsta skref hjá honum var að aðlaga akstursþjónustu fyrirtækisins í einum grænum, einu sinni enn. Breytilegt veður getur kallað á að breyta öllu skipulagi á einni mínútu hérlendis á meðan sumar þjóðir búa við stöðugra veðurfar og geta skipulagt meira og lengra fram í tímann,“ útskýrir Margrét. Fleira sem Margrét bendir á í námskeiði sínu er að Íslendingar eru ekkert að eyða tíma í óþarfa afsökunarbeiðnir og gætu því virkað ókurteisir í augum útlendinga. „Íslendingar hafa oftast ekki fyrir því að biðjast afsökunar rekist þeir utan í annað fólk eða biðja afsökunar yfirleitt. En Bretar gætu t.d. kennt Íslendingum eitt og annað í þessum málum. Íslendingar eru almennt ekkert að eyða tímanum í svona óþarfa.“ Þá bendir Margrét líka fólki af öðru þjóðerni á að Íslendingar horfa mikið á annað fólk í kring um sig. „Slíkt getur þótt dónalegt eða ágengt hjá öðrum þjóðum,“ segir Margrét og minnir aftur á að hún sé að tala almennt um Íslendinga og að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við alla landsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira