Ók af vettvangi eftir að hafa ekið á stúlku á Suðurlandsbraut Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2018 22:03 Vísir/Pjetur „Mér fannst þetta svívirðilegt að keyra frá vettvangi,“ segir blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson í samtali við Vísi. Kristinn greinir frá því á Facebook-síðu sinni hvernig ökumaður stakk af frá vettvangi eftir að hafa ekið á unga stúlku á móts við Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík klukkan sex í dag. Kristinn varð sjálfur ekki vitni að því þegar ekið var á stúlkuna en kom þar að skömmu síðar. Nokkur vitni eru þó að þessu atviki sem gátu gefið lögreglu upplýsingar. Kristinn segir í samtali við Vísi að stúlkan sé á að giska um 11 – 12 ára gömul. Kristinn hlúði að stúlkunni þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Hann segir stúlkuna hafa verið mögulega brotna en virtist ekki alvarlega slösuð.Kristinn Hrafnsson hlúði að stúlkunni.VísirÍ Facebook-færslunni segir Kristinn að stúlkan hafi fengið högg á höfuðið, blæddi lítils háttar og var marin. Í færslunni beinir hann orðum sínum að ökumanninum og vonast til þess að hann gefi sig fram. „Svona gerir maður ekki. Bara alls ekki. Ég vona að vitnin að slysinu geti gefið nægjanlegar upplýsingar um þig og ökutækið til að lögreglan hafi upp á þér. Ég skora samt á þig að hafa manndóm í þér til að gefa þig fram. Það mildar sök. Ef þú gerir það ekki ætla ég að vona að myndin af stúlkubarninu á flugi undan högginu frá þér muni verða það sem þú sjáir fyrir hugskotssjónum þegar þú leggur höfuð á koddann, á hverju einasta kvöldi það sem þú átt eftir ólifað,“ segir Kristinn. Vísir reyndi að ná á lögreglu við vinnslu þessarar fréttar en ekki var hægt að fá upplýsingar um málið að svo stöddu. Ekki liggur því fyrir þegar þetta er ritað hvort ökumaðurinn hafi gefið sig fram. Færslu Kristins í heild má lesa hér fyrir neðan: Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Mér fannst þetta svívirðilegt að keyra frá vettvangi,“ segir blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson í samtali við Vísi. Kristinn greinir frá því á Facebook-síðu sinni hvernig ökumaður stakk af frá vettvangi eftir að hafa ekið á unga stúlku á móts við Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík klukkan sex í dag. Kristinn varð sjálfur ekki vitni að því þegar ekið var á stúlkuna en kom þar að skömmu síðar. Nokkur vitni eru þó að þessu atviki sem gátu gefið lögreglu upplýsingar. Kristinn segir í samtali við Vísi að stúlkan sé á að giska um 11 – 12 ára gömul. Kristinn hlúði að stúlkunni þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Hann segir stúlkuna hafa verið mögulega brotna en virtist ekki alvarlega slösuð.Kristinn Hrafnsson hlúði að stúlkunni.VísirÍ Facebook-færslunni segir Kristinn að stúlkan hafi fengið högg á höfuðið, blæddi lítils háttar og var marin. Í færslunni beinir hann orðum sínum að ökumanninum og vonast til þess að hann gefi sig fram. „Svona gerir maður ekki. Bara alls ekki. Ég vona að vitnin að slysinu geti gefið nægjanlegar upplýsingar um þig og ökutækið til að lögreglan hafi upp á þér. Ég skora samt á þig að hafa manndóm í þér til að gefa þig fram. Það mildar sök. Ef þú gerir það ekki ætla ég að vona að myndin af stúlkubarninu á flugi undan högginu frá þér muni verða það sem þú sjáir fyrir hugskotssjónum þegar þú leggur höfuð á koddann, á hverju einasta kvöldi það sem þú átt eftir ólifað,“ segir Kristinn. Vísir reyndi að ná á lögreglu við vinnslu þessarar fréttar en ekki var hægt að fá upplýsingar um málið að svo stöddu. Ekki liggur því fyrir þegar þetta er ritað hvort ökumaðurinn hafi gefið sig fram. Færslu Kristins í heild má lesa hér fyrir neðan:
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira