Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 12:00 Yfir fjórtán hundruð skjálftar hafa verið á svæðinu í kringum og í Grímsey. Kort frá Veðurstofu Íslands Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann. Grímsey Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann.
Grímsey Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira