Segir stöðuna mun verri í dag en þegar hann byrjaði á Lof mér að falla: „Fíklar eru líka fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. ágúst 2018 16:45 Lof mér að falla verður frumsýnd 7. september. vísir/anton Brink „Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins sex kvöld í viku. „Í öllu þessu ferli er ég orðinn mjög meðvitaður um þessa miklu baráttu. Áður en við byrjuðum að skrifa fengum við dagbók frá ungri stúlku sem hét Kristín Gerður og tók sitt eigið líf fyrir átján árum, eftir erfiða baráttu við fíknina. Við fengum að kynnast fjórum ungum stelpum ú þessum heimi, sem Jóhannes Kr., kom okkur í samband við og sögur þeirra voru hrikalega átakanlegar. Þar fengum við aðeins að fylgjast með þeim í þeirra baráttu.“ Baldvin segir að mikil rannsóknarvinna liggi að baki kvikmynd eins og Lof mér að falla. „Í ferlinu kynnumst við fyrst því mikilvæga starfi sem Frú Ragnheiður vinnur. Þetta er frábært framtak fyrir heilbrigðiskerfið upp á kostnað í framtíðinni. Við verðum að átta okkur á því að fíklar eru líka fólk. Þeir eru afleiðing einhvers annars sem er ekki að virka í samfélaginu og við getum ekki lokað augunum þegar kemur að þessum málaflokki.“Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.Leikstjórinn telur að töluverðir fordómar séu gagnvart fíklum í samfélaginu. „Það eru einnig skiptar skoðanir á verkefnum eins og Frú Ragnheiði en ég hvet fólk bara til að kynna sér þeirra starf vel.“En kom Baldvini eitthvað sérstaklega á óvart í allri þessari rannsóknarvinnu fyrir kvikmyndina Lof mér að falla?„Það sem kemur mest á óvart er hversu lítill stuðningur er fyrir fólk eftir að það kemst úr neyslunni. Þá tekur við mjög erfiður tími, eftirfylgnin er lítil og fólk virðist standa eitt.“ Baldvin segir einnig að foreldrar séu oft á tíðum mjög ráðvilltir þegar þeir komast að því börnin þeirra eru að byrja í neyslu og erfitt sé oft að finna út hvert eigi að leita. Þarna séu líka oft geðræn vandamál undirliggjandi og foreldrar lendi í öngstræti með börn sín. „Þegar fólk greinst með krabbamein, þá vitum við hver leiðin er og hvernig best er að ráðast á vandamálið. Ég er alls ekki að bera þetta tvennt saman bókstaflega en þegar kemur að fíklum þá er leiðin ekki eins skýr. Við þurfum að fara horfa á vandamálið í stærra samhengi, þetta snýst um forvarnir, meðferðarúrræði og eftirfylgni.“ Baldvin og Birgir Örn Steinarsson byrjuðu að vinna að kvikmyndahandritinu árið 2012. „Staðan er mun verri núna en þegar við byrjuðum. Það er eitthvað sem er ekki að virka og við erum ekki að taka þetta nægilega föstum tökum,“ segir Baldvin sem hljóp síðast árið 2011 og segist ekki hafa verið í neinu formi þá. Í dag hefur bumbufótboltinn komið honum í betra stand. Tengdar fréttir Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Leikarinn segist þakklátur fyrir að vera góður gaur eftir að hafa farið á svarta staði við leik í myndinni. 7. febrúar 2018 15:22 Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins sex kvöld í viku. „Í öllu þessu ferli er ég orðinn mjög meðvitaður um þessa miklu baráttu. Áður en við byrjuðum að skrifa fengum við dagbók frá ungri stúlku sem hét Kristín Gerður og tók sitt eigið líf fyrir átján árum, eftir erfiða baráttu við fíknina. Við fengum að kynnast fjórum ungum stelpum ú þessum heimi, sem Jóhannes Kr., kom okkur í samband við og sögur þeirra voru hrikalega átakanlegar. Þar fengum við aðeins að fylgjast með þeim í þeirra baráttu.“ Baldvin segir að mikil rannsóknarvinna liggi að baki kvikmynd eins og Lof mér að falla. „Í ferlinu kynnumst við fyrst því mikilvæga starfi sem Frú Ragnheiður vinnur. Þetta er frábært framtak fyrir heilbrigðiskerfið upp á kostnað í framtíðinni. Við verðum að átta okkur á því að fíklar eru líka fólk. Þeir eru afleiðing einhvers annars sem er ekki að virka í samfélaginu og við getum ekki lokað augunum þegar kemur að þessum málaflokki.“Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.Leikstjórinn telur að töluverðir fordómar séu gagnvart fíklum í samfélaginu. „Það eru einnig skiptar skoðanir á verkefnum eins og Frú Ragnheiði en ég hvet fólk bara til að kynna sér þeirra starf vel.“En kom Baldvini eitthvað sérstaklega á óvart í allri þessari rannsóknarvinnu fyrir kvikmyndina Lof mér að falla?„Það sem kemur mest á óvart er hversu lítill stuðningur er fyrir fólk eftir að það kemst úr neyslunni. Þá tekur við mjög erfiður tími, eftirfylgnin er lítil og fólk virðist standa eitt.“ Baldvin segir einnig að foreldrar séu oft á tíðum mjög ráðvilltir þegar þeir komast að því börnin þeirra eru að byrja í neyslu og erfitt sé oft að finna út hvert eigi að leita. Þarna séu líka oft geðræn vandamál undirliggjandi og foreldrar lendi í öngstræti með börn sín. „Þegar fólk greinst með krabbamein, þá vitum við hver leiðin er og hvernig best er að ráðast á vandamálið. Ég er alls ekki að bera þetta tvennt saman bókstaflega en þegar kemur að fíklum þá er leiðin ekki eins skýr. Við þurfum að fara horfa á vandamálið í stærra samhengi, þetta snýst um forvarnir, meðferðarúrræði og eftirfylgni.“ Baldvin og Birgir Örn Steinarsson byrjuðu að vinna að kvikmyndahandritinu árið 2012. „Staðan er mun verri núna en þegar við byrjuðum. Það er eitthvað sem er ekki að virka og við erum ekki að taka þetta nægilega föstum tökum,“ segir Baldvin sem hljóp síðast árið 2011 og segist ekki hafa verið í neinu formi þá. Í dag hefur bumbufótboltinn komið honum í betra stand.
Tengdar fréttir Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Leikarinn segist þakklátur fyrir að vera góður gaur eftir að hafa farið á svarta staði við leik í myndinni. 7. febrúar 2018 15:22 Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Leikarinn segist þakklátur fyrir að vera góður gaur eftir að hafa farið á svarta staði við leik í myndinni. 7. febrúar 2018 15:22
Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19
Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45