17 ára grunaður um innbrot við Holtaveg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 07:42 Tveir menn eru grunaðir um að hafa brotist inn á heimili við Holtaveg. Vísir Tveir ungir menn voru á ellefta tímanum í gærkvöldi handteknir grunaðir um húsbrot við Holtaveg í Reykjavík. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu á meðan rannsókn fór fram og skýrslur teknar. Annar þeirra, sem handteknir voru, er aðeins 17 ára og var móðir hans viðstödd skýrslutöku og tilkynning send til Barnaverndar. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi voru afskipti höfð af ökumanni bifreiðar á Bústaðavegi við Sprengisand. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Farþegi í bílnum reyndist vera eftirlýstur vegna fullnustu dóms. Maðurinn var handtekinn og færður á viðeigandi stofnun. Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru afskipti höfð af fjórum mönnum í bifreið við Bústaðaveg. Mennirnir framvísuðu ætluðum fríkniefnum sem einn þeirra sagðist eiga. Maðurinn er grunaður um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Bifreið var stöðvuð við Jafnasel á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa ekið ítrekað sviptur ökuréttindum. Laust eftir klukkan þrjú í nótt var bifreið stöðvuð á Breiðholtsbraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og fyrir að hafa ekið ítrekað sviptur ökuréttindum. Klukkan sjö í gær stöðvaði lögregla bifreið á Suðurlandsvegi við Sandskeið eftir hraðamælinguna 157/90 km/klst. Ökumaðurinn var í framhaldinu sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Bifreið án skráningarnúmers var stöðvuð á Vesturlandsvegi við Húsasmiðjuna klukkan ellefu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bifreið var klukkan 00:29 stöðvuð á Gullinbrú eftir hraðamælingu 126/60. Ökumaðurinn var aðeins 17 ára og færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Móðir ökumanns sótti drenginn á lögreglustöðina og tilkynning var send til Barnaverndar. Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Tveir ungir menn voru á ellefta tímanum í gærkvöldi handteknir grunaðir um húsbrot við Holtaveg í Reykjavík. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu á meðan rannsókn fór fram og skýrslur teknar. Annar þeirra, sem handteknir voru, er aðeins 17 ára og var móðir hans viðstödd skýrslutöku og tilkynning send til Barnaverndar. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi voru afskipti höfð af ökumanni bifreiðar á Bústaðavegi við Sprengisand. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Farþegi í bílnum reyndist vera eftirlýstur vegna fullnustu dóms. Maðurinn var handtekinn og færður á viðeigandi stofnun. Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru afskipti höfð af fjórum mönnum í bifreið við Bústaðaveg. Mennirnir framvísuðu ætluðum fríkniefnum sem einn þeirra sagðist eiga. Maðurinn er grunaður um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Bifreið var stöðvuð við Jafnasel á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa ekið ítrekað sviptur ökuréttindum. Laust eftir klukkan þrjú í nótt var bifreið stöðvuð á Breiðholtsbraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og fyrir að hafa ekið ítrekað sviptur ökuréttindum. Klukkan sjö í gær stöðvaði lögregla bifreið á Suðurlandsvegi við Sandskeið eftir hraðamælinguna 157/90 km/klst. Ökumaðurinn var í framhaldinu sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Bifreið án skráningarnúmers var stöðvuð á Vesturlandsvegi við Húsasmiðjuna klukkan ellefu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bifreið var klukkan 00:29 stöðvuð á Gullinbrú eftir hraðamælingu 126/60. Ökumaðurinn var aðeins 17 ára og færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Móðir ökumanns sótti drenginn á lögreglustöðina og tilkynning var send til Barnaverndar.
Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira