Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Þórgnýr Einar Albertsson og Jónas Már Torfason skrifar 3. ágúst 2018 05:15 Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015. Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. vísir/vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur hvorki virkjað rýmingaráætlun né neyðaráætlun vegna hlaups í Skaftá. Hættustig er einnig óbreytt. Ekkert hefur verið rætt um að rýma hálendið í kringum Skaftárjökul. Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. Samkvæmt Veðurstofunni er þó útlit fyrir að hlaupið verði minna en hlaupið 2015 þar sem styttri tími líður nú á milli hlaupa. Friðgerður Brynja Jónsdóttir, lögreglufulltrúi Almannavarna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki stæði til að rýma svæðið. „Það stendur ekki til að rýma neitt, það er í rauninni engin byggð þarna,“ sagði hún og bætti við að ekki hefði verið rætt um rýmingu hálendis í kringum Skaftárjökul. Varað var sérstaklega við því í tilkynningu Veðurstofunnar að hlaup gæti orðið í Hverfisfljóti ef hlaup kemur að hluta undan Síðujökli. Þá kæmi hlaupið fram við brúna á þjóðvegi 1 en ekki er talið líklegt að svo verði. Einnig var varað við brennisteinsvetni í hlaupvatninu og sprungumyndun í kringum ketilinn og var ferðafólki því ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals, jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls sem og kötlunum sjálfum. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup í Skaftá Almannavarnir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur hvorki virkjað rýmingaráætlun né neyðaráætlun vegna hlaups í Skaftá. Hættustig er einnig óbreytt. Ekkert hefur verið rætt um að rýma hálendið í kringum Skaftárjökul. Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. Samkvæmt Veðurstofunni er þó útlit fyrir að hlaupið verði minna en hlaupið 2015 þar sem styttri tími líður nú á milli hlaupa. Friðgerður Brynja Jónsdóttir, lögreglufulltrúi Almannavarna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki stæði til að rýma svæðið. „Það stendur ekki til að rýma neitt, það er í rauninni engin byggð þarna,“ sagði hún og bætti við að ekki hefði verið rætt um rýmingu hálendis í kringum Skaftárjökul. Varað var sérstaklega við því í tilkynningu Veðurstofunnar að hlaup gæti orðið í Hverfisfljóti ef hlaup kemur að hluta undan Síðujökli. Þá kæmi hlaupið fram við brúna á þjóðvegi 1 en ekki er talið líklegt að svo verði. Einnig var varað við brennisteinsvetni í hlaupvatninu og sprungumyndun í kringum ketilinn og var ferðafólki því ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals, jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls sem og kötlunum sjálfum.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup í Skaftá Almannavarnir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira