Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að erfitt hefði verið að fylgjast með Framsókn gefa eftir sín helstu kosningaloforð í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur fyrir að útlista aðeins „göfug stefnumál“ en að leggja ekki til neinar aðferðir. „Hvernig á að ná markmiðunum?“ spurði Sigmundur Davíð. Það litla sem hafi verið sagt um það hafi verið „í anda sýndarpólitíkur og kerfisvæðingar.“ Þá sagði hann jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar „stolnar fjaðrir“ og að hann minnti að Viðreisn hafi átt veg og vanda að henni á sínum tíma. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ bætti Sigmundur þó við og uppskar hlátur úr sal.Átakanleg svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina Sigmundur var einnig harðorður í garð nýrrar loftslagsáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag. Hann sagði áætlunina aðallega snúast um bönn og sýndaraðgerðir. Þá væri fjölgun rafmagnsbíla vissulega göfugt markmið, en að fráleitt sé að bensín og díselbílar verði bannaðir. Einhverjar undanþágur yrðu þó fyrir fólk á einhverjum stöðum á landsbyggðinni. „Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Að síðustu sagði Sigmundur að þungbært væri að horfa upp á Framsóknarflokkinn gefa upp öll sín stærstu kosningaloforð fyrir þrjá ráðherrastóla. Um sé að ræða átakanleg svik Framsóknar við landsbyggðina og innlenda matvælaframleiðslu. Þá lauk hann ræðunni með lokaskoti á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: „Við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt, hún snýst bara um sjálfa sig.“ Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að erfitt hefði verið að fylgjast með Framsókn gefa eftir sín helstu kosningaloforð í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur fyrir að útlista aðeins „göfug stefnumál“ en að leggja ekki til neinar aðferðir. „Hvernig á að ná markmiðunum?“ spurði Sigmundur Davíð. Það litla sem hafi verið sagt um það hafi verið „í anda sýndarpólitíkur og kerfisvæðingar.“ Þá sagði hann jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar „stolnar fjaðrir“ og að hann minnti að Viðreisn hafi átt veg og vanda að henni á sínum tíma. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ bætti Sigmundur þó við og uppskar hlátur úr sal.Átakanleg svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina Sigmundur var einnig harðorður í garð nýrrar loftslagsáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag. Hann sagði áætlunina aðallega snúast um bönn og sýndaraðgerðir. Þá væri fjölgun rafmagnsbíla vissulega göfugt markmið, en að fráleitt sé að bensín og díselbílar verði bannaðir. Einhverjar undanþágur yrðu þó fyrir fólk á einhverjum stöðum á landsbyggðinni. „Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Að síðustu sagði Sigmundur að þungbært væri að horfa upp á Framsóknarflokkinn gefa upp öll sín stærstu kosningaloforð fyrir þrjá ráðherrastóla. Um sé að ræða átakanleg svik Framsóknar við landsbyggðina og innlenda matvælaframleiðslu. Þá lauk hann ræðunni með lokaskoti á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: „Við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt, hún snýst bara um sjálfa sig.“
Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent