Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 13:38 Á höfuðborgarsvæðinu voru ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Stefán Þrátt fyrir mikla og þunga umferð víða um landið um helgina hefur umferð að mestu gengið vel fyrir sig. Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræðingur í forvörnum hjá VíS segir ökumenn sem aka undir áhrifum ávallt vera í órétti. Að frátöldu einu umferðarslysi á Suðurlandi í gær hefur umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi gengið afar vel fyrir sig hingað til. Sömu sögu er að segja um umferðina á Norðurlandi Eystra en að sögn lögreglu hefur verið dálítið um of hraðan akstur en hingað til hafi ekki komið upp nein tilfelli ölvunar- og fíkniefnaaksturs um helgina. Umferðin hefur einnig gengið afar vel fyrir sig á Vestfjörðum og á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þrátt fyrir mikla umferð. Alltaf er þó eitthvað um hraðakstur en á Austurlandi hafa um 70 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga. Á höfuðborgarsvæðinu voru aftur á móti ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumannanna voru án bílprófs að því er fram kemur í dagbók lögreglu frá því í morgun. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir mikilvægt að ökumenn séu vissir um að þeir séu allsgáðir áður en sest er undir stýri, hafi áfengi verið haft um hönd. „Hjá mörgum lögreglum getur þú fengið að blása og svo er verið að selja víða mæla sem þú getur blásið í og þá er hægt að miða við það þó það sé náttúrlega kannski ekkert hægt að treysta 100 prósent á mæla sem eru keyptir úti í verslun,“ segir Sigrún. Það borgi sig aldrei að taka sénsinn, verði slys eða óhapp sé ökumaður sem neytt hefur áfengis eða vímuefna alltaf í órétti. „Hans sök er öll, og hann getur verið krafinn um að greiða slysið að fullu þannig að það getur talið í tugum milljóna,“ útskýrir Sigrún. „Hann missir öll sín réttindi við það að vera ölvaður og hann getur líka verið sakfelldur út frá því ef að andlát verður eða alvarleg örkuml hjá öðrum sem tengjast slysinu.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf brot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Þrátt fyrir mikla og þunga umferð víða um landið um helgina hefur umferð að mestu gengið vel fyrir sig. Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræðingur í forvörnum hjá VíS segir ökumenn sem aka undir áhrifum ávallt vera í órétti. Að frátöldu einu umferðarslysi á Suðurlandi í gær hefur umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi gengið afar vel fyrir sig hingað til. Sömu sögu er að segja um umferðina á Norðurlandi Eystra en að sögn lögreglu hefur verið dálítið um of hraðan akstur en hingað til hafi ekki komið upp nein tilfelli ölvunar- og fíkniefnaaksturs um helgina. Umferðin hefur einnig gengið afar vel fyrir sig á Vestfjörðum og á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þrátt fyrir mikla umferð. Alltaf er þó eitthvað um hraðakstur en á Austurlandi hafa um 70 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga. Á höfuðborgarsvæðinu voru aftur á móti ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumannanna voru án bílprófs að því er fram kemur í dagbók lögreglu frá því í morgun. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir mikilvægt að ökumenn séu vissir um að þeir séu allsgáðir áður en sest er undir stýri, hafi áfengi verið haft um hönd. „Hjá mörgum lögreglum getur þú fengið að blása og svo er verið að selja víða mæla sem þú getur blásið í og þá er hægt að miða við það þó það sé náttúrlega kannski ekkert hægt að treysta 100 prósent á mæla sem eru keyptir úti í verslun,“ segir Sigrún. Það borgi sig aldrei að taka sénsinn, verði slys eða óhapp sé ökumaður sem neytt hefur áfengis eða vímuefna alltaf í órétti. „Hans sök er öll, og hann getur verið krafinn um að greiða slysið að fullu þannig að það getur talið í tugum milljóna,“ útskýrir Sigrún. „Hann missir öll sín réttindi við það að vera ölvaður og hann getur líka verið sakfelldur út frá því ef að andlát verður eða alvarleg örkuml hjá öðrum sem tengjast slysinu.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf brot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira