María Helga endurkjörin formaður Samtakanna '78 Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2018 15:10 María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton Brink Aðalfundur Samtakanna 78 var haldinn í húsakynnum samtakanna að Suðurgötu 3 á sunnudag. Á fundinum lágu fyrir hefðbundin aðalfundarstörf og meðal annars kjör formanns, stjórnar og trúnaðarráðs. María Helga Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Samtakanna ’78 með öllum greiddum atkvæðum. Kosið var í stjórn samtakanna til tveggja ára og voru þau Rúnar Þórir Ingólfsson, Unnsteinn Jóhannsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir kjörin. Einnig var kosið til stjórnar til eins árs og hlutu Marion Lerner, Sigurður Júlíus Guðmundsson og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir kjör. María Helga formaður hélt ræðu á aðalfundinum og nefndi þar hin mörgu baráttumál sem samtökin hafa beitt sér fyrir á árinu. Þá minntist hún Guðna Baldurssonar, fyrsta formanns Samtakanna 78 sem lést í sumar. María Helga minntist þó einnig á að þó að Íslendingar hefðu unnið stóra sigra í málum hinsegin fólks væri enn langt í land. „En um leið og við gleðjumst yfir árangri í baráttunni er margt sem minnir okkur á að halda baráttunni áfram. Líkamsárás á homma í miðborg Reykjavíkur og hatursfull ummæli á samfélagsmiðlum sem leggja hinsegin fræðslu og barnaníð að jöfnu minna okkur á að fordómar og hatur þrífast allt of víða í samfélaginu,“ sagði María Helga. „Og þótt meðvitund og viðurkenning á trans og intersex fólki fari vaxandi í íslensku samfélagi eru nauðsynlegar réttarbætur fyrir þessa hópa enn ekki í höfn. Sterk hagsmunasamtök leika lykilhlutverk í því að takast á við þessi vandamál.“ Samtökin 78 fagna 40 ára afmæli þann 9. maí næstkomandi. Hér má nálgast starfsskýrslu samtakanna fyrir veturinn 2017-2018. Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Aðalfundur Samtakanna 78 var haldinn í húsakynnum samtakanna að Suðurgötu 3 á sunnudag. Á fundinum lágu fyrir hefðbundin aðalfundarstörf og meðal annars kjör formanns, stjórnar og trúnaðarráðs. María Helga Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Samtakanna ’78 með öllum greiddum atkvæðum. Kosið var í stjórn samtakanna til tveggja ára og voru þau Rúnar Þórir Ingólfsson, Unnsteinn Jóhannsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir kjörin. Einnig var kosið til stjórnar til eins árs og hlutu Marion Lerner, Sigurður Júlíus Guðmundsson og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir kjör. María Helga formaður hélt ræðu á aðalfundinum og nefndi þar hin mörgu baráttumál sem samtökin hafa beitt sér fyrir á árinu. Þá minntist hún Guðna Baldurssonar, fyrsta formanns Samtakanna 78 sem lést í sumar. María Helga minntist þó einnig á að þó að Íslendingar hefðu unnið stóra sigra í málum hinsegin fólks væri enn langt í land. „En um leið og við gleðjumst yfir árangri í baráttunni er margt sem minnir okkur á að halda baráttunni áfram. Líkamsárás á homma í miðborg Reykjavíkur og hatursfull ummæli á samfélagsmiðlum sem leggja hinsegin fræðslu og barnaníð að jöfnu minna okkur á að fordómar og hatur þrífast allt of víða í samfélaginu,“ sagði María Helga. „Og þótt meðvitund og viðurkenning á trans og intersex fólki fari vaxandi í íslensku samfélagi eru nauðsynlegar réttarbætur fyrir þessa hópa enn ekki í höfn. Sterk hagsmunasamtök leika lykilhlutverk í því að takast á við þessi vandamál.“ Samtökin 78 fagna 40 ára afmæli þann 9. maí næstkomandi. Hér má nálgast starfsskýrslu samtakanna fyrir veturinn 2017-2018.
Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira