Alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2018 19:48 Frá vettvangi slyssins. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Kjalarnesi við Saltvík á áttunda tímanum í kvöld. Mikill fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins en alls voru tíu manns í bílunum tveimur sem lentu í slysinu. Voru þeir allir fluttir á slysadeild í Reykjavík með mismikil meiðsli samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi. Björgunarsveitir og slökkviliðsmenn eru enn við vinnu á vettvangi. Vesturlandsvegi var lokað við Þingvallaafleggjara og að Hvalfjarðarvegi vegna slyssins en hann var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 22. Fréttamönnum, ljósmyndurum og tökumönnum hefur ekki verið hleypt á vettvang slyssins vegna þess hversu alvarlegt það er en myndin er tekin við hringtorgið við Þingvallaafleggjara.vísir/jóhann k.Tilkynning barst vegna slyssins klukkan 20:05 frá lögreglunni:Kl. 19:23 barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Vesturlandsvegi skammt frá Enni á Kjalarnesi. Vesturlandsvegurinn er lokaður frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi. Hjáleið er um Kjósarskarðsveg.Viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn.Búist er við að vegurinn verði lokaður í nokkurn tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með málið en þess er óskað að fjölmiðlar hringi ekki í þá fyrst um sinn því þeir eru uppteknir.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem einn af sjúkrabílunum sem sendir voru á vettvang ekur á forgangi inn til Reykjavíkur en sex sjúkrabílar sem sendir voru á vettvang hafa ekið á forgangi inn til Reykjavíkur með slasaða. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem lögreglumenn á mótorhjólum fara til aðstoðar á vettvangi núna á níunda tímanum. Frá vettvangi á Vesturlandsvegi. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.Vinna er enn í gangi á vettvangi slyssins. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.Fréttin var uppfærð klukkan 21:54. Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Kjalarnesi við Saltvík á áttunda tímanum í kvöld. Mikill fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins en alls voru tíu manns í bílunum tveimur sem lentu í slysinu. Voru þeir allir fluttir á slysadeild í Reykjavík með mismikil meiðsli samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi. Björgunarsveitir og slökkviliðsmenn eru enn við vinnu á vettvangi. Vesturlandsvegi var lokað við Þingvallaafleggjara og að Hvalfjarðarvegi vegna slyssins en hann var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 22. Fréttamönnum, ljósmyndurum og tökumönnum hefur ekki verið hleypt á vettvang slyssins vegna þess hversu alvarlegt það er en myndin er tekin við hringtorgið við Þingvallaafleggjara.vísir/jóhann k.Tilkynning barst vegna slyssins klukkan 20:05 frá lögreglunni:Kl. 19:23 barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Vesturlandsvegi skammt frá Enni á Kjalarnesi. Vesturlandsvegurinn er lokaður frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi. Hjáleið er um Kjósarskarðsveg.Viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn.Búist er við að vegurinn verði lokaður í nokkurn tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með málið en þess er óskað að fjölmiðlar hringi ekki í þá fyrst um sinn því þeir eru uppteknir.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem einn af sjúkrabílunum sem sendir voru á vettvang ekur á forgangi inn til Reykjavíkur en sex sjúkrabílar sem sendir voru á vettvang hafa ekið á forgangi inn til Reykjavíkur með slasaða. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem lögreglumenn á mótorhjólum fara til aðstoðar á vettvangi núna á níunda tímanum. Frá vettvangi á Vesturlandsvegi. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.Vinna er enn í gangi á vettvangi slyssins. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.Fréttin var uppfærð klukkan 21:54.
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira