Jessica Biel segir Íslandsheimsóknina vera besta ferðalag lífs síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2018 07:24 Hjónin Justin Timberlake og Jessica Biel heimsóttu Ísland fyrir um ári síðan. Vísir/AFP Leikkonan Jessica Biel segir að Íslandsheimsókn hennar og eignmannsins Justin Timberlake á síðasta ári sé besta ferðalag sem hún hafi nokkurn tímann farið í. Stjörnuparið sótti Ísland heim um mánaðamótin apríl-maí í fyrra og tóku sér margt fyrir hendur. Til að mynda litu þau á náttúruperlur á Suðurlandi, svömluðu í náttúrulaug og litu svo við í Bakarameistaranum í Suðurveri. „Þau komu þarna snemma morguns þegar eiginlega enginn var á staðnum. Þau fengu sér beikonbræðing og aspasstykki og drukku kaffi og Trópí með,“ sagði Magnús Ingi Kjartansson, sem afgreiddi parið, um málið á sínum tíma.Ætla má að bakaríismaturinn hafi verið framúrskarandi því í samtali við ferðatímaritið Travel and Leisure stendur heimshornaflakkarinn Jessica Biel ekki á svörum þegar hún er spurð hvar hún hafi tekið besta fríið sitt. „Íslandi. Ég skemmti mér svo ótrúlega vel, aðallega vegna þess hversu ævintýrlegt landið er,“ segir Biel. Hún segir jafnframt að Ísland sé hinn fullkomni áfangastaður fyrir hana, þar sem henni finnist bæði gaman að slaka á sem og að lenda í ævintýrum á ferðalögum sínum. Ísland uppfylli báðar þessar kröfur - ásamt því að bjóða upp á „mjög þægilega gistingu,“ eins og hún orðar það, en þau hjónin gistu á Suðurlandi. Þá segist hún jafnframt hafa reitt sig á aðstoð ferðaskipuleggjanda þegar hún ákvað að koma til Íslands, einfaldlega vegna þess að hún vissi ekkert um áfangastaðinn sinn. Alls vörðu Biel og Timberlake sex dögum á Íslandi og reyndu þau að nýta tímann til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þétta dagskrá þeirra á síðastliðnu ári.Viðtalið við Jessicu Biel má nálgast hér. Íslandsvinir Tengdar fréttir Justin Timberlake staddur á Íslandi Dvelur á Suðurlandi. 30. apríl 2017 20:45 Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24 Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Leikkonan Jessica Biel segir að Íslandsheimsókn hennar og eignmannsins Justin Timberlake á síðasta ári sé besta ferðalag sem hún hafi nokkurn tímann farið í. Stjörnuparið sótti Ísland heim um mánaðamótin apríl-maí í fyrra og tóku sér margt fyrir hendur. Til að mynda litu þau á náttúruperlur á Suðurlandi, svömluðu í náttúrulaug og litu svo við í Bakarameistaranum í Suðurveri. „Þau komu þarna snemma morguns þegar eiginlega enginn var á staðnum. Þau fengu sér beikonbræðing og aspasstykki og drukku kaffi og Trópí með,“ sagði Magnús Ingi Kjartansson, sem afgreiddi parið, um málið á sínum tíma.Ætla má að bakaríismaturinn hafi verið framúrskarandi því í samtali við ferðatímaritið Travel and Leisure stendur heimshornaflakkarinn Jessica Biel ekki á svörum þegar hún er spurð hvar hún hafi tekið besta fríið sitt. „Íslandi. Ég skemmti mér svo ótrúlega vel, aðallega vegna þess hversu ævintýrlegt landið er,“ segir Biel. Hún segir jafnframt að Ísland sé hinn fullkomni áfangastaður fyrir hana, þar sem henni finnist bæði gaman að slaka á sem og að lenda í ævintýrum á ferðalögum sínum. Ísland uppfylli báðar þessar kröfur - ásamt því að bjóða upp á „mjög þægilega gistingu,“ eins og hún orðar það, en þau hjónin gistu á Suðurlandi. Þá segist hún jafnframt hafa reitt sig á aðstoð ferðaskipuleggjanda þegar hún ákvað að koma til Íslands, einfaldlega vegna þess að hún vissi ekkert um áfangastaðinn sinn. Alls vörðu Biel og Timberlake sex dögum á Íslandi og reyndu þau að nýta tímann til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þétta dagskrá þeirra á síðastliðnu ári.Viðtalið við Jessicu Biel má nálgast hér.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Justin Timberlake staddur á Íslandi Dvelur á Suðurlandi. 30. apríl 2017 20:45 Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24 Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24
Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39