Fósturbörn í heild sinni: María fékk lítinn dreng í fóstur Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2018 14:30 María var stressuð til að byrja með en núna gengur allt eins og í sögu. Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fósturbörn Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum.
Fósturbörn Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira