Stjarna fæddist í San Francisco Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2018 09:28 Mullens á ferðinni í nótt. vísir/getty Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. NFL Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins.
NFL Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira