Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í níu daga áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn var handtekinn í síðustu viku í þágu rannsóknar lögreglu á innbrotum í umdæminu. Annar maður, sem var handtekinn af sama tilefni, er laus úr haldi lögreglu.
Fjórir menn voru handteknir á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku. Einn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. mars í gær og ungur karlmaður sætir vistun í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda til 20. mars.
Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Rannsókn á innbrotahrinunni snýr einnig að mansali.
Einum sleppt úr haldi vegna innbrotahrinu

Tengdar fréttir

Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“
Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi.

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu
Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum
Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði.