Grunur um skattalagabrot og þjófnað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 05:00 SS hús er verktakafyrirtæki. vísir/pjetur Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00
Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03
Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00