Stóraukið fjármagn í þróunarmál skóla og frístundar í Reykjavík Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. maí 2018 12:15 Fjármagnið mun renna beint í skóla, leikskóla og frístund sem geta varðað eigin leið í þróunarmálum. mynd/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að bæta 60 milljónum króna við þróunarverkefni skólamála í haust. Alls er fjármagnið 100 milljónir og samþykkt var að verja 200 milljónum í skólaþróun á næsta ári. Þróunarmálin eru hluti af innleiðingu nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar sem nær til grunnskóla, leikskóla, frístundar og félagsmiðstöðva. Um er að ræða töluverða aukningu þar sem þróunarsjóður var 19 milljónir í fyrra. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs.„Nú er menntastefnan að fara í umsagnarferli hjá öllum starfstöðvum,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri, skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. „Hún mun birtast í endanlegri mynd í haust. fjármagnið er hugsað til að styrkja áherslur hvers og eins skóla og leikskóla, frístundar og félagsmiðstöðvar í átt að menntastefnunni þannig að hver og ein starfsstöð hefur mikið um það að segja hvernig hún vill vaxa fram. Þau munu ábyggilega gera það út frá einhversskonar stöðumati. Hverjir eru styrkleikar og veikleikar gagnvart menntastefnunni og beina þá fjármagni á þau verkefni sem gera hvern og einn skóla betri og hæfari til að starfa í anda stefnunnar.“ Margar leiðir eru færar fyrir starfsstöðvarnar til að bæta stöðu sína og mismunandi eftir starfsstöð. „Þetta gæti til dæmis verið að bæta ennfrekar lestrarkennslu,“ segir Helgi. „það gæti verið að auka fjölbreytni í skapandi verkefnum, koma með ný atriði inn í list- og verkefnakennslu, það getur verið eitthvað sem varðar heilsueflingu og til dæmis samstarfsverkefni á milli grunnskóla og frístundaheimilis til að efla félagshæfni yngstu barnanna.“ Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að bæta 60 milljónum króna við þróunarverkefni skólamála í haust. Alls er fjármagnið 100 milljónir og samþykkt var að verja 200 milljónum í skólaþróun á næsta ári. Þróunarmálin eru hluti af innleiðingu nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar sem nær til grunnskóla, leikskóla, frístundar og félagsmiðstöðva. Um er að ræða töluverða aukningu þar sem þróunarsjóður var 19 milljónir í fyrra. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs.„Nú er menntastefnan að fara í umsagnarferli hjá öllum starfstöðvum,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri, skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. „Hún mun birtast í endanlegri mynd í haust. fjármagnið er hugsað til að styrkja áherslur hvers og eins skóla og leikskóla, frístundar og félagsmiðstöðvar í átt að menntastefnunni þannig að hver og ein starfsstöð hefur mikið um það að segja hvernig hún vill vaxa fram. Þau munu ábyggilega gera það út frá einhversskonar stöðumati. Hverjir eru styrkleikar og veikleikar gagnvart menntastefnunni og beina þá fjármagni á þau verkefni sem gera hvern og einn skóla betri og hæfari til að starfa í anda stefnunnar.“ Margar leiðir eru færar fyrir starfsstöðvarnar til að bæta stöðu sína og mismunandi eftir starfsstöð. „Þetta gæti til dæmis verið að bæta ennfrekar lestrarkennslu,“ segir Helgi. „það gæti verið að auka fjölbreytni í skapandi verkefnum, koma með ný atriði inn í list- og verkefnakennslu, það getur verið eitthvað sem varðar heilsueflingu og til dæmis samstarfsverkefni á milli grunnskóla og frístundaheimilis til að efla félagshæfni yngstu barnanna.“
Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira