Enn of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. janúar 2018 20:10 Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Enn er allt of algengt að hinsegin fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti hér á landi. Þetta segir formaður Samtakanna ´78. Íslendingar séu oft of uppteknir af því hvað allt gangi vel og forðist að horfast í augu við vandamálin. Ungur maður sem var kýldur um helgina fyrir það eitt að vera hommi segir að auka þurfi fræðslu. Úlfar Viktor Björnsson var á gangi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðasta sunnudags þegar maður vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri hommi. „Ég segi já. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það. Og þá fæ ég bara kjaftshögg, beint í andlitið,“ segir Úlfar. Úlfar skrifaði færslu um atvikið á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar kveðst hann m.a. vera svekktur út í samfélagið, segir að umræðan sé hálfpartinn stöðnuð og litið sé framhjá atvikum af þessu tagi.Íslendingar uppteknir af hinu góða María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir að taka megi undir þessi skrif Úlfars. Þannig séu Íslendingar oft á tíðum of uppteknir af því að hér sé allt svo fordómalaust og langt á veg komið, svo að gjarnan gleymist að horfast í augu við vandamál sem sannarlega séu til staðar. „Ég held að ef við höldum of fast í það að við séum bara góð, séum bara fordómalaus, þá geti orðið erfitt fyrir fólk að segja frá. Það er nógu erfitt fyrir fólk að segja frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi án þess að vera einhvern veginn líka að skemma ímyndina eða vera eina manneskjan sem hefur orðið fyrir ofbeldi, því það gerir enginn neitt ljótt,“ segir María Helga. María Helga segir að slík atvik eigi sér stað nokkuð reglulega. Það sé því langt í frá liðin tíð að fólk verði fyrir ofbeldi og aðkasti fyrir að vera hinsegin. „Nýleg dæmi eru til dæmis ungur strákur sem fékk skilaboð á Facebook um að hann ætti bara að drepa sig því hann væri bara helvítis hommi.“ Hún segir hins vegar nokkuð erfitt að hafa yfirsýn yfir ofbeldisbrot sem sérstaklega beinist gegn hinsegin fólki enda sé engin hatursglæpalöggjöf hér á landi. Slík brot falli því í sama flokk og öll önnur ofbeldisbrot.Kallar eftir fræðslu Úlfar Viktor hefur ekki kært manninn sem réðst á hann til lögreglu og segir ekki víst að hann láti verða af því. Hann kallar hins vegar eftir aukinni fræðslu um hinsegin málefni, enda birtist fordómar enn í mörgum birtingarmyndum. Þannig lifi niðrandi orð á borð við faggi enn góðu lífi í skólum og félagsmiðstöðvum. „Fordómar eru rosalega lúmskir og ekkert endilega sjáanlegir. Þeir náttúrulega þrífast best í þöggun. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um þetta.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira