Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2018 18:57 Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira