1200 gráðu heitum teinum breytt í skeifur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2018 21:30 Aksel Vibe, margfaldur Norðurlandsmeistari í járningum er staddur á landinu um helgina í þeim tilgangi að kenna tíu bestu járningamönnum landsins að heitjárna. Þá eru skeifurnar búnar til úr tólf hundruð gráðu hita, mótaðar til og settar undir hestinn.Kristján Elvar Gíslason, járningameistari og kennari í Hólaskóla segir námskeiðið mjög skemmtilegt og fróðlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonÞað voru allir að vinna í skemmunni í hestamiðstöðinni Dal á jörðinni Dallandi í Mosfellsbæ þar sem járninganámskeiðið fer fram enda ekki á hverjum degi sem besti járningamaður á Norðurlöndunum kemur til landsins til að kenna járningar og hvað þá heitjárningar. „Við fengum Aksel Viber, margfaldan Norðurlandsmeistara til að koma hingað og kenna strákunum meira um heitjárningar eða skeifnasmíði alveg frá grunni, þ.e. frá því að taka teininn og breyta honum í fullkomna skeifu til að nota við járningar. Þetta er gömul iðngrein sem hefur verið svolítið að tapast hér en við erum að bæta úr því“, segir Marteinn Magnússon, umsjónarmaður námskeiðsins Flestir ef ekki allir járningamennirnir á námskeiðinu eru atvinnumenn í faginu. Einn þeirra, Kristján Elvar Gíslason, járningameistari kennir járningar í Hólaskóla. „Já, þetta er mjög áhugavert námskeið enda erum við með topp kennara sem er algjör snillingur“, segir Kristján. Hann segist vera mjög hrifin af heitjárningum. „Mér líkar heitjárningar rosalega vel, þetta er miklu þægilegra og einfaldara að vinna þetta, það er mun skemmtilegra að eiga við skeifuna til að fá hana passa á hófnum“. Í heitjárningum er skeifan hituðu upp í um 1200 gráður og svo er hún mótuð á steðjanum allt eftir óskum þess sem er að járna með tilliti til stærðar hófsins á hestinum. Aksel Vibe hrósar íslenska hestinum og íslensku járningamönnum. „Já, þeir eru mjög góðir og standa sig mjög vel, þeir eru góðir fagmenn“.Aksel Vibe að leiðbeina á heitjárninganámskeiðinu.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAllir þátttakendur námskeiðsins sem eru tíu talsins eru atvinnumenn í járningunum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Aksel Vibe, margfaldur Norðurlandsmeistari í járningum er staddur á landinu um helgina í þeim tilgangi að kenna tíu bestu járningamönnum landsins að heitjárna. Þá eru skeifurnar búnar til úr tólf hundruð gráðu hita, mótaðar til og settar undir hestinn.Kristján Elvar Gíslason, járningameistari og kennari í Hólaskóla segir námskeiðið mjög skemmtilegt og fróðlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonÞað voru allir að vinna í skemmunni í hestamiðstöðinni Dal á jörðinni Dallandi í Mosfellsbæ þar sem járninganámskeiðið fer fram enda ekki á hverjum degi sem besti járningamaður á Norðurlöndunum kemur til landsins til að kenna járningar og hvað þá heitjárningar. „Við fengum Aksel Viber, margfaldan Norðurlandsmeistara til að koma hingað og kenna strákunum meira um heitjárningar eða skeifnasmíði alveg frá grunni, þ.e. frá því að taka teininn og breyta honum í fullkomna skeifu til að nota við járningar. Þetta er gömul iðngrein sem hefur verið svolítið að tapast hér en við erum að bæta úr því“, segir Marteinn Magnússon, umsjónarmaður námskeiðsins Flestir ef ekki allir járningamennirnir á námskeiðinu eru atvinnumenn í faginu. Einn þeirra, Kristján Elvar Gíslason, járningameistari kennir járningar í Hólaskóla. „Já, þetta er mjög áhugavert námskeið enda erum við með topp kennara sem er algjör snillingur“, segir Kristján. Hann segist vera mjög hrifin af heitjárningum. „Mér líkar heitjárningar rosalega vel, þetta er miklu þægilegra og einfaldara að vinna þetta, það er mun skemmtilegra að eiga við skeifuna til að fá hana passa á hófnum“. Í heitjárningum er skeifan hituðu upp í um 1200 gráður og svo er hún mótuð á steðjanum allt eftir óskum þess sem er að járna með tilliti til stærðar hófsins á hestinum. Aksel Vibe hrósar íslenska hestinum og íslensku járningamönnum. „Já, þeir eru mjög góðir og standa sig mjög vel, þeir eru góðir fagmenn“.Aksel Vibe að leiðbeina á heitjárninganámskeiðinu.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAllir þátttakendur námskeiðsins sem eru tíu talsins eru atvinnumenn í járningunum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira