Þriðja ofbeldishótunin á undanförnum vikum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. maí 2018 07:00 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM Nokkur tilvik ofbeldishótana grunnskólabarna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum. Í síðustu viku tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meinta skotárásarhótun barns í Salaskóla í Kópavogi til rannsóknar og mun það vera þriðja ofbeldishótun gagnvart nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum vikum en samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins munu tilvikin vera allnokkur á undanförnum tveimur mánuðum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þessi tilvik og heimildir Fréttablaðsins herma að ótti við hermiáhrif ráði því að ekki hafi verið tilkynnt um tilvikin opinberlega utan þessa eina tilviks sem tilkynnt var um í síðustu viku. Heimildir blaðsins herma að umræddar hótanir í hafi verið settar fram á samfélagsmiðlum en séu misalvarlegar. Í þeirri tilkynningu segir að rannsókn lögreglu hafi verið unnin í samstarfi við foreldra viðkomandi barns, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur viðkomandi skóla. Málið sé í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. „Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Hann segir hermiáhrifin þekkt fyrirbrigði sem dregið hafi verið fram í rannsóknum erlendis. Börn séu viðkvæmur hópur og áhrifagjarnari en aðrir. Þá geri greitt aðgengi að samfélagsmiðlum einnig að verkum að mjög auðvelt sé að varpa alvarlegum hótunum fram. Helgi segir að þótt ekki sé endilega gott að þagga umræðu um mál af þessum toga niður sé mikilvægt að fara varlega í opinberri umræðu um þessi mál bæði vegna hermiáhrifanna og til að forðast uppnám meðal nemenda, foreldra og starfsfólks skóla. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Nokkur tilvik ofbeldishótana grunnskólabarna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum. Í síðustu viku tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meinta skotárásarhótun barns í Salaskóla í Kópavogi til rannsóknar og mun það vera þriðja ofbeldishótun gagnvart nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum vikum en samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins munu tilvikin vera allnokkur á undanförnum tveimur mánuðum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þessi tilvik og heimildir Fréttablaðsins herma að ótti við hermiáhrif ráði því að ekki hafi verið tilkynnt um tilvikin opinberlega utan þessa eina tilviks sem tilkynnt var um í síðustu viku. Heimildir blaðsins herma að umræddar hótanir í hafi verið settar fram á samfélagsmiðlum en séu misalvarlegar. Í þeirri tilkynningu segir að rannsókn lögreglu hafi verið unnin í samstarfi við foreldra viðkomandi barns, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur viðkomandi skóla. Málið sé í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. „Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Hann segir hermiáhrifin þekkt fyrirbrigði sem dregið hafi verið fram í rannsóknum erlendis. Börn séu viðkvæmur hópur og áhrifagjarnari en aðrir. Þá geri greitt aðgengi að samfélagsmiðlum einnig að verkum að mjög auðvelt sé að varpa alvarlegum hótunum fram. Helgi segir að þótt ekki sé endilega gott að þagga umræðu um mál af þessum toga niður sé mikilvægt að fara varlega í opinberri umræðu um þessi mál bæði vegna hermiáhrifanna og til að forðast uppnám meðal nemenda, foreldra og starfsfólks skóla.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent