Núllið gallerý er komið til að vera Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. desember 2018 09:15 Gamla almenningssnyrtingin breytist í menningarperlu á besta stað. Gömlu klósettin í Bankastræti eða Bankastræti núll eins og þau hafa verið kölluð hafa nú um nokkurt skeið annars vegar hýst Pönksafnið og hins vegar spilasalinn Fredda. Fredda var lokað fyrir nokkru og hefur því annað rýmið staðið autt um nokkra stund en nú á föstudaginn verður breyting á – þar verður opnað Núllið gallerý þar sem hugmyndin er að listamenn geti átt samastað fyrir list sína. „Planið með rýmið er allt að mótast. Við opnuðum þarna Fredda tímabundið í svona safnabúningi, sem var ágætis pæling sem gekk ekki upp... eins og skáldið sagði. Freddi mun samt lifa áfram í öðru rými í framtíðinni. En Núllið, það hefur alltaf verið fílingur hjá okkur fyrir því að hafa þetta sem opið vinnurými, stúdíó eða gallerí. Nú er allt á fleygiferð við að standsetja þetta sem sýningarrými og það verður klárt á föstudaginn,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, framkvæmdastjóri Prikssamsteypunnar, sem fer með eignarhald á Núllinu. Föstudaginn 21. desember verður rýmið opnað með útgáfuhófi Þórsteins Sigurðssonar ljósmyndara vegna bókarinnar Juvenile Bliss. Eftir það heldur Núllið áfram að vera menningarrými á besta stað. „Þarna verður sýningahald af öllu tagi þar sem borgarbúum verður veitt þjónusta í formi menningar. Þetta er auðvitað á besta stað í bænum. Við ætlum að sjá hvert þetta mótast í framhaldinu en þetta mun alltaf vera rými fyrir listamenn – hvort þetta verður staðbundið sýningarrými með sýningarstjóra, hvort við munum leigja þetta út til listamanna mjög hagstætt í styttri tíma eða hvað, það mun koma í ljós. Það er strax byrjað að koma inn fullt af fyrirspurnum frá fólki sem bæði hefur áhuga á að sýna í rýminu og skoða það nánar. Eitt er víst og það er að Núllið er komið til að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Sjá meira
Gömlu klósettin í Bankastræti eða Bankastræti núll eins og þau hafa verið kölluð hafa nú um nokkurt skeið annars vegar hýst Pönksafnið og hins vegar spilasalinn Fredda. Fredda var lokað fyrir nokkru og hefur því annað rýmið staðið autt um nokkra stund en nú á föstudaginn verður breyting á – þar verður opnað Núllið gallerý þar sem hugmyndin er að listamenn geti átt samastað fyrir list sína. „Planið með rýmið er allt að mótast. Við opnuðum þarna Fredda tímabundið í svona safnabúningi, sem var ágætis pæling sem gekk ekki upp... eins og skáldið sagði. Freddi mun samt lifa áfram í öðru rými í framtíðinni. En Núllið, það hefur alltaf verið fílingur hjá okkur fyrir því að hafa þetta sem opið vinnurými, stúdíó eða gallerí. Nú er allt á fleygiferð við að standsetja þetta sem sýningarrými og það verður klárt á föstudaginn,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, framkvæmdastjóri Prikssamsteypunnar, sem fer með eignarhald á Núllinu. Föstudaginn 21. desember verður rýmið opnað með útgáfuhófi Þórsteins Sigurðssonar ljósmyndara vegna bókarinnar Juvenile Bliss. Eftir það heldur Núllið áfram að vera menningarrými á besta stað. „Þarna verður sýningahald af öllu tagi þar sem borgarbúum verður veitt þjónusta í formi menningar. Þetta er auðvitað á besta stað í bænum. Við ætlum að sjá hvert þetta mótast í framhaldinu en þetta mun alltaf vera rými fyrir listamenn – hvort þetta verður staðbundið sýningarrými með sýningarstjóra, hvort við munum leigja þetta út til listamanna mjög hagstætt í styttri tíma eða hvað, það mun koma í ljós. Það er strax byrjað að koma inn fullt af fyrirspurnum frá fólki sem bæði hefur áhuga á að sýna í rýminu og skoða það nánar. Eitt er víst og það er að Núllið er komið til að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Fleiri fréttir „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Sjá meira