Bubbi vill ekki tolla Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2018 11:08 Bubbi er, líkt og svo margir, afar ósáttur við fyrirhuguð tollahlið og sér fram á að það muni setja heimilisbókhaldið í uppnám. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og ljóðskáld, er afar ósáttur við hugmyndir þær sem Jón Gunnarsson, formaður samgöngunefndar hefur kynnt að undanförnu og snúa meðal annars að því að sett verði upp vegtollahlið við helstu umferðaræðar sem liggja inn í höfuðborgina.Mikill kostnaður fyrir Bubba og fjölskyldu Bubbi, sem býr í Kjós, segir þetta þýða það að fyrir heimili þeirra Hrafnhildar Hafsteinsdóttur, að þau borgi árlega 72 þúsund krónur í tolla. „Við hjónin keyrum 4 ferðir 5 daga vikunnar til Reykjavíkur og heim,“ segir Bubbi. Fram og til baka. Ef hvert skipti um hliðin kostar 150 krónur gerir það 6 þúsund krónur á mánuði.Hverskonar geggjun er þetta? spyr Bubbi og reiknar áfram. Þetta þýðir 72 þúsund krónur á ári. Hann tekur fram að þau séu á sitthvorum bílnum og dætur þeirra æfi karate og fimleika þannig að stundum keyri þau oftar um en Hrafnhildur starfar í borginni. En, hjörtu þeirra Bubba og svo bæjarstjóra í nálægum byggðarlögum slá ekki í takt. Vísir gerði úttekt á afstöðu þeirra sem birt var nú í morgun og lýstu þeir flestir yfir mikilli ánægju með þessar fyrirætlanir. Elur á mismunun En, ekki er víst að almenningur sé á sama máli og ráðamenn. Og Gunnar Smári Egilssin, stofnandi Sósíalistaflokksins, vill gjalda varhug við þessum áformum. Segir grundvallast á hugmyndum um misskiptingu. Gunnar Smári segir að ef trúa megi Jóni Gunnarssyni, sem hann segir hinn raunverulega samgönguráðherra, ekki Sigurð Inga Jóhannsson, þá eru vegatollar forsenda þess að hér verði lagður nokkur vegur í framtíðinni.Gunnar Smári Egilsson telur ljóst að vegtollar ali á mismunun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Og hann lofar að vegatollar muni færa hverjum hreppi og bæ, hverri sveit og hverjum landshluta, þann veg sem íbúar hafa beðið Sjálfstæðisflokkinn um áratugum saman en ekki fengið? Og það strax á næsta ári eða því næsta. Er engin fyrirstaða, hvorki á þingi né í fjölmiðlum, gegn þessum áróðri? Vegatollar eru engin forsenda þess að vegir verði lagðir. Vegatollar eru ákvörðun um að kostnaður við innviði í samfélaginu skuli rukkaðir af ökumönnum en ekki af þeim sem hafa fengið allar skattalækkanirnar á undanförnum árum, sem hafa grafið undir velferðarkerfinu og leitt til niðurníðslu allra innviða; fyrirtækjaeigendum, fjármagnseigendum og hinum allra auðugustu.“Hvert er eiginlega vandamálið? Gunnar Smári segir að talað um að við þurfum að taka upp vegatolla vegna minnkandi tekna ríkissjóðs af bensíni og ökutækjum. En í fjárlögum fyrir árið 2014, sem afgreidd voru í desember 2013, var gert ráð fyrir 17 milljörðum króna í vörugjald af bifreiðum og bensíni. Það eru um 18,7 milljarðar króna á núvirði.Afstaða þeirra sem taka þátt í könnun Þórólfs Júlíans er eindregin.„Í fjárlögum fyrir árið 2019, sem afgreidd voru um daginn, er gert ráð fyrir tekjum af vörugjöldum á ökutæki og bensín upp á 22,1 milljarð króna. Þessar tekjur hafa því vaxið um 30 prósent af raunvirði. Hvert er eiginlega vandamálið? Má ekki byrja að auka vegaframkvæmdir um þessa nýju rúmu 5 milljarða til að byrja með? Áður en xD er gefinn kostur á að einkavæða vegakerfið til Gamma?“Mikill meirihluti andsnúinn áformunum Víst er að málið er afar umdeilt og það sýnir sig ekki síst í könnun sem Þórólfur Júlían Dagsson, Pírati á Suðurnesjum, efndi til á dögunum. Þar hafa hátt í 30 þúsund manns tekið afstöðu til spurningarinnar: „Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum?“ Afstaðan þar er eindregin: 83 prósent þeirra sem svara þeirri spurningu neitandi. Ef litið er til þess virðist sem komin sé upp hin margfræga gjá milli þings og þjóðar. Kjósarhreppur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Bubbi Morthens, tónlistarmaður og ljóðskáld, er afar ósáttur við hugmyndir þær sem Jón Gunnarsson, formaður samgöngunefndar hefur kynnt að undanförnu og snúa meðal annars að því að sett verði upp vegtollahlið við helstu umferðaræðar sem liggja inn í höfuðborgina.Mikill kostnaður fyrir Bubba og fjölskyldu Bubbi, sem býr í Kjós, segir þetta þýða það að fyrir heimili þeirra Hrafnhildar Hafsteinsdóttur, að þau borgi árlega 72 þúsund krónur í tolla. „Við hjónin keyrum 4 ferðir 5 daga vikunnar til Reykjavíkur og heim,“ segir Bubbi. Fram og til baka. Ef hvert skipti um hliðin kostar 150 krónur gerir það 6 þúsund krónur á mánuði.Hverskonar geggjun er þetta? spyr Bubbi og reiknar áfram. Þetta þýðir 72 þúsund krónur á ári. Hann tekur fram að þau séu á sitthvorum bílnum og dætur þeirra æfi karate og fimleika þannig að stundum keyri þau oftar um en Hrafnhildur starfar í borginni. En, hjörtu þeirra Bubba og svo bæjarstjóra í nálægum byggðarlögum slá ekki í takt. Vísir gerði úttekt á afstöðu þeirra sem birt var nú í morgun og lýstu þeir flestir yfir mikilli ánægju með þessar fyrirætlanir. Elur á mismunun En, ekki er víst að almenningur sé á sama máli og ráðamenn. Og Gunnar Smári Egilssin, stofnandi Sósíalistaflokksins, vill gjalda varhug við þessum áformum. Segir grundvallast á hugmyndum um misskiptingu. Gunnar Smári segir að ef trúa megi Jóni Gunnarssyni, sem hann segir hinn raunverulega samgönguráðherra, ekki Sigurð Inga Jóhannsson, þá eru vegatollar forsenda þess að hér verði lagður nokkur vegur í framtíðinni.Gunnar Smári Egilsson telur ljóst að vegtollar ali á mismunun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Og hann lofar að vegatollar muni færa hverjum hreppi og bæ, hverri sveit og hverjum landshluta, þann veg sem íbúar hafa beðið Sjálfstæðisflokkinn um áratugum saman en ekki fengið? Og það strax á næsta ári eða því næsta. Er engin fyrirstaða, hvorki á þingi né í fjölmiðlum, gegn þessum áróðri? Vegatollar eru engin forsenda þess að vegir verði lagðir. Vegatollar eru ákvörðun um að kostnaður við innviði í samfélaginu skuli rukkaðir af ökumönnum en ekki af þeim sem hafa fengið allar skattalækkanirnar á undanförnum árum, sem hafa grafið undir velferðarkerfinu og leitt til niðurníðslu allra innviða; fyrirtækjaeigendum, fjármagnseigendum og hinum allra auðugustu.“Hvert er eiginlega vandamálið? Gunnar Smári segir að talað um að við þurfum að taka upp vegatolla vegna minnkandi tekna ríkissjóðs af bensíni og ökutækjum. En í fjárlögum fyrir árið 2014, sem afgreidd voru í desember 2013, var gert ráð fyrir 17 milljörðum króna í vörugjald af bifreiðum og bensíni. Það eru um 18,7 milljarðar króna á núvirði.Afstaða þeirra sem taka þátt í könnun Þórólfs Júlíans er eindregin.„Í fjárlögum fyrir árið 2019, sem afgreidd voru um daginn, er gert ráð fyrir tekjum af vörugjöldum á ökutæki og bensín upp á 22,1 milljarð króna. Þessar tekjur hafa því vaxið um 30 prósent af raunvirði. Hvert er eiginlega vandamálið? Má ekki byrja að auka vegaframkvæmdir um þessa nýju rúmu 5 milljarða til að byrja með? Áður en xD er gefinn kostur á að einkavæða vegakerfið til Gamma?“Mikill meirihluti andsnúinn áformunum Víst er að málið er afar umdeilt og það sýnir sig ekki síst í könnun sem Þórólfur Júlían Dagsson, Pírati á Suðurnesjum, efndi til á dögunum. Þar hafa hátt í 30 þúsund manns tekið afstöðu til spurningarinnar: „Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum?“ Afstaðan þar er eindregin: 83 prósent þeirra sem svara þeirri spurningu neitandi. Ef litið er til þess virðist sem komin sé upp hin margfræga gjá milli þings og þjóðar.
Kjósarhreppur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00