Innlent

Svif­ryksmengun fer lík­lega yfir heilsu­verndar­mörk um ára­mót

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikið er sprengt í borginni á gamlárskvöld með tilheyrandi mengun.
Mikið er sprengt í borginni á gamlárskvöld með tilheyrandi mengun. Vísir/Vilhelm
Búist má því að svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu fari yfir heilsuverndarmörk um áramótin. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að styrkur svifryks hafi verið hár nær allan sólarhringinn þann 1. janúar á þessu ári. Venjulega fellur styrkurinn þó hratt þegar líða tekur á nýársnótt.

Í tilkynningu borgarinnar, sem sjá má í heild sinni hér, segir að ef svifryksmengun verði eins mikil og búist er við gæti jafnvel heilbrigt fólk fundið fyrir ertingu og óþægindum í öndunarfærum, mögulega fram eftir nýársdeig.

Fólk sem er með viðkvæm öndunarfæri, hjarta- og æðasjúkdóma og börn eru svo sérstaklega viðkvæm fyrir svifryki. Segir í tilkynningu borgarinnar að æskilegast sé fyrir þennan hóp að vera innandyra þegar mest gengur á í kringum miðnættið og loka gluggum.


Tengdar fréttir

Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda

Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×