Settu sölubann á ólöglegan fjölskyldupakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2018 21:15 Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“ Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“
Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00
Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01