Telur milljónir geta sparast á útboði raforku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. desember 2018 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“ Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“
Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira