Mun aldrei taka þátt í því að fá heimild til að blóðga viðskiptavini World Class Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2018 20:17 Björn Leifsson, eigandi World Class. FBL/GVA Tólf líkamsræktarstöðvar og íþróttafélög sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hverskyns notkun stera og ólöglegra frammistöðubætandi efna við þjálfun var fordæmd. Lýstu félögin því jafnframt yfir að notkun slíkra efna yrði ekki liðin innan þeirra húsakynna né í keppnum á þeirra vegum. Athygli vakti að tvær af stærstu líkamsræktarstöðvum landsins voru ekki á meðal þeirra sem sendu þessa yfirlýsingu, World Class og Sporthúsið. Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, segir í samtali við Vísi að á heimasíðu World Class sé yfirlýsing þar sem öll notkun ólöglegra efna sé fordæmd og ekki liðin innan veggja World Class. Ástæðan fyrir því að World Class var ekki á meðal þeirra líkamsræktarstöðva sem sendu þessa yfirlýsingu í dag er sú að sögn Björns að hann treysti sér ekki hafa samráð við aðrar stöðvar að neinu leyti vegna Samkeppniseftirlitsins. „Ég er á nákvæmlega sömu skoðun og hinir,“ segir Björn í samtali við Vísi.World Class mun taka þátt í forvarnarstarfi Þessar stöðvar sem sendu yfirlýsinguna hyggja á samstarf við Lyfjaeftirlit Íslands um fræðslu og forvarnir vegna notkunar ólöglegra efna. Björn sagði það sjálfgefið að World Class muni taka þátt í forvörnum sem varða þessi mál. „En ég mun aldrei taka þátt í því að láta viðskiptavini skrifa undir skilmála þar sem ég hef heimild til að láta blóðga þig inn á stöð hjá mér. Það er gegn öllum persónuverndarlögum. En að sjálfsögðu tökum við þátt í forvarnarstarfi,“ segir Björn.Frá World Class Laugum.Þarna vísar hann til hugmynda sem ganga út á að Lyfjaeftirlitið muni hafa heimild til að framkvæma lyfjapróf á viðskiptavinum líkamsræktarstöðva. Hefur þetta fyrirkomulag tíðkast í nágrannalöndum okkar og þá gegn því að viðskiptavinirnir hafi skrifað undir samning þar sem kveðið er á um heimild til að lyfjaprófa þá. Slíkt fyrirkomulag er þó ekki fyrir hendi á Íslandi en það hefur verið rætt af forráðamönnum Lyfjaeftirlitsins. Ekki stendur til að fara þá leið eins og sakir standa, heldur verður einblínt á forvarnir og fræðslu.Draumur að fá að vera með Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, segir í samtali við Vísi að það sé engin sérstök ástæða fyrir því að Sporthúsið var ekki með á umræddri yfirlýsingu. Sporthúsið hafi fullan hug að vera með í þessu samstarfi um forvarnir og fræðslu. Hann segir að miðað við hversu margir ætla að taka þátt og að það stefni í að þetta verði fremur öflugt átak þá sé ekkert því til fyrirstöðu að Sporthúsið verði með.Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins.FBL/Anton Brink„Þetta er eitthvað sem mér finnst algjör draumur að vera með og frábær framtíðarsýn,“ segir Þröstur og á ekki von á öðru en að Sporthúsið, Crossfit-stöðvar þess og Bootcamp verði með.Yfirlýsing vegna notkunar á ólöglegum frammistöðubætandi efnum:Það er ljóst að notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna hefur aukist mikið síðustu ár. Það er því á okkar ábyrgð að viðurkenna vandann og bregðast við með ákveðnum aðgerðum.Þeir notendur sem sjálfir grípa til slíkra örþrifaráða blekkja ekki aðeins sjálfa sig heldur einnig aðra þá er vilja stunda heilbrigðan lífsstíl. Notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna ýtir undir brenglaða líkamsímynd og gefur ungu fólki röng skilaboð og óraunhæfar fyrirmyndir. Því viljum við sameinast um að draga skýr mörk og senda rétt skilaboð.Eftirfarandi íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar fordæma hverskyns notkun stera og ólöglegra frammistöðubætandi efna við þjálfun og lýsa því jafnframt yfir að notkun slíkra efna verður ekki liðin innan þeirra húsakynna né í keppnum á þeirra vegum.MjölnirHreyfingCrossFit AkureyriCrossFit ReykjavíkCrossFit XYSpartaReebok FitnessMetabolicHéraðsþrek, FljótsdalshéraðiCrossFit Austur CrossFit KatlaCrossFit Hengill Uppfært klukkan 21:58 Tveimur Crossfit-stöðvum var bætt við yfirlýsinguna nú í kvöld, CrossFit Kötlu og CrossFit Hengli. Tengdar fréttir Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Tólf líkamsræktarstöðvar og íþróttafélög sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hverskyns notkun stera og ólöglegra frammistöðubætandi efna við þjálfun var fordæmd. Lýstu félögin því jafnframt yfir að notkun slíkra efna yrði ekki liðin innan þeirra húsakynna né í keppnum á þeirra vegum. Athygli vakti að tvær af stærstu líkamsræktarstöðvum landsins voru ekki á meðal þeirra sem sendu þessa yfirlýsingu, World Class og Sporthúsið. Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, segir í samtali við Vísi að á heimasíðu World Class sé yfirlýsing þar sem öll notkun ólöglegra efna sé fordæmd og ekki liðin innan veggja World Class. Ástæðan fyrir því að World Class var ekki á meðal þeirra líkamsræktarstöðva sem sendu þessa yfirlýsingu í dag er sú að sögn Björns að hann treysti sér ekki hafa samráð við aðrar stöðvar að neinu leyti vegna Samkeppniseftirlitsins. „Ég er á nákvæmlega sömu skoðun og hinir,“ segir Björn í samtali við Vísi.World Class mun taka þátt í forvarnarstarfi Þessar stöðvar sem sendu yfirlýsinguna hyggja á samstarf við Lyfjaeftirlit Íslands um fræðslu og forvarnir vegna notkunar ólöglegra efna. Björn sagði það sjálfgefið að World Class muni taka þátt í forvörnum sem varða þessi mál. „En ég mun aldrei taka þátt í því að láta viðskiptavini skrifa undir skilmála þar sem ég hef heimild til að láta blóðga þig inn á stöð hjá mér. Það er gegn öllum persónuverndarlögum. En að sjálfsögðu tökum við þátt í forvarnarstarfi,“ segir Björn.Frá World Class Laugum.Þarna vísar hann til hugmynda sem ganga út á að Lyfjaeftirlitið muni hafa heimild til að framkvæma lyfjapróf á viðskiptavinum líkamsræktarstöðva. Hefur þetta fyrirkomulag tíðkast í nágrannalöndum okkar og þá gegn því að viðskiptavinirnir hafi skrifað undir samning þar sem kveðið er á um heimild til að lyfjaprófa þá. Slíkt fyrirkomulag er þó ekki fyrir hendi á Íslandi en það hefur verið rætt af forráðamönnum Lyfjaeftirlitsins. Ekki stendur til að fara þá leið eins og sakir standa, heldur verður einblínt á forvarnir og fræðslu.Draumur að fá að vera með Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, segir í samtali við Vísi að það sé engin sérstök ástæða fyrir því að Sporthúsið var ekki með á umræddri yfirlýsingu. Sporthúsið hafi fullan hug að vera með í þessu samstarfi um forvarnir og fræðslu. Hann segir að miðað við hversu margir ætla að taka þátt og að það stefni í að þetta verði fremur öflugt átak þá sé ekkert því til fyrirstöðu að Sporthúsið verði með.Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins.FBL/Anton Brink„Þetta er eitthvað sem mér finnst algjör draumur að vera með og frábær framtíðarsýn,“ segir Þröstur og á ekki von á öðru en að Sporthúsið, Crossfit-stöðvar þess og Bootcamp verði með.Yfirlýsing vegna notkunar á ólöglegum frammistöðubætandi efnum:Það er ljóst að notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna hefur aukist mikið síðustu ár. Það er því á okkar ábyrgð að viðurkenna vandann og bregðast við með ákveðnum aðgerðum.Þeir notendur sem sjálfir grípa til slíkra örþrifaráða blekkja ekki aðeins sjálfa sig heldur einnig aðra þá er vilja stunda heilbrigðan lífsstíl. Notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna ýtir undir brenglaða líkamsímynd og gefur ungu fólki röng skilaboð og óraunhæfar fyrirmyndir. Því viljum við sameinast um að draga skýr mörk og senda rétt skilaboð.Eftirfarandi íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar fordæma hverskyns notkun stera og ólöglegra frammistöðubætandi efna við þjálfun og lýsa því jafnframt yfir að notkun slíkra efna verður ekki liðin innan þeirra húsakynna né í keppnum á þeirra vegum.MjölnirHreyfingCrossFit AkureyriCrossFit ReykjavíkCrossFit XYSpartaReebok FitnessMetabolicHéraðsþrek, FljótsdalshéraðiCrossFit Austur CrossFit KatlaCrossFit Hengill Uppfært klukkan 21:58 Tveimur Crossfit-stöðvum var bætt við yfirlýsinguna nú í kvöld, CrossFit Kötlu og CrossFit Hengli.
Tengdar fréttir Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00