Sirrý með ólæknandi krabbamein: Eftir sorgarferlið rís maður rosalega hratt upp Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 10:30 Greindist aftur rétt fyrir fimm ára markið. Hin 44 ára Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð, greindist með ólæknandi krabbamein árið 2015. Eftir stutt sorgarferli, eins og hún kallar það, tók hún ákvörðun um að njóta lífsins eftir fremsta megni og gera það sem hana langaði mest. Hún stofnaði m.a. fyrirtæki ásamt góðum vinkonum og gekk í grunnbúðir Annapurna og Everest, svo eitthvað sé nefnt. Rætt var við Sirrý í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. „Ég gekk með fjórða barnið mitt árið 2010 og átti í vandræðum með að ná mér eftir barnsburðinn. Þá ákvað ég að drífa mig í ræktina og ég hélt hreinlega að það yrði minn síðasti dagur. Ég aftur á móti hitti ljósmóðir mína sem hefur farið með mér í gegnum fjórar meðgöngur. Hún greip í mig í anddyrinu og segir: guð minn góður hvað er að sjá þig? Ég sagðist halda hreinlega að það væri eitthvað að mér,“ segir Sirrý um það þegar hún greindist fyrst með leghálskrabbamein en daginn eftir var sú greining komin. Meðferðin sem tók við gekk vel og allt eins og það átti að vera. Henni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja.Sirrý með börnunum sínum.„Ég greindist í raun og veru rétt fyrir þetta fimm ára mark, aftur með krabbamein og þá er allt önnur staða. Þá fær maður allt öðruvísi greiningu og hjá mér er ég semsagt með stórt æxli sem er óskurðtækt. Þegar maður greinist svona í annað sinn þá fær maður svona króníska greiningu. Maður fær þetta svakalega stóra orð, að vera með ólæknandi krabbamein.“ Þessar fréttir voru sannarlega reiðarslag fyrir Sirrý. „Það fyrsta sem ég geri, sem ég hefði ekki átt að gera, var að spyrja hvað lifi ég lengi? Hverjar eru lífslíkurnar? Þá segir hún 1-3 ár,“ segir Sirrý og bætir við að ekki sé hægt að búa sig undir svona slæm tíðindi. „Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Sirrý.Sirrý skellti sér í grunnbúðir Everest.Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest og er hún nýkomin heim úr grunnbúðunum. „Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý var heimsótt í Íslandi í gærkvöldi. Þar ræddi hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Hin 44 ára Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð, greindist með ólæknandi krabbamein árið 2015. Eftir stutt sorgarferli, eins og hún kallar það, tók hún ákvörðun um að njóta lífsins eftir fremsta megni og gera það sem hana langaði mest. Hún stofnaði m.a. fyrirtæki ásamt góðum vinkonum og gekk í grunnbúðir Annapurna og Everest, svo eitthvað sé nefnt. Rætt var við Sirrý í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. „Ég gekk með fjórða barnið mitt árið 2010 og átti í vandræðum með að ná mér eftir barnsburðinn. Þá ákvað ég að drífa mig í ræktina og ég hélt hreinlega að það yrði minn síðasti dagur. Ég aftur á móti hitti ljósmóðir mína sem hefur farið með mér í gegnum fjórar meðgöngur. Hún greip í mig í anddyrinu og segir: guð minn góður hvað er að sjá þig? Ég sagðist halda hreinlega að það væri eitthvað að mér,“ segir Sirrý um það þegar hún greindist fyrst með leghálskrabbamein en daginn eftir var sú greining komin. Meðferðin sem tók við gekk vel og allt eins og það átti að vera. Henni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja.Sirrý með börnunum sínum.„Ég greindist í raun og veru rétt fyrir þetta fimm ára mark, aftur með krabbamein og þá er allt önnur staða. Þá fær maður allt öðruvísi greiningu og hjá mér er ég semsagt með stórt æxli sem er óskurðtækt. Þegar maður greinist svona í annað sinn þá fær maður svona króníska greiningu. Maður fær þetta svakalega stóra orð, að vera með ólæknandi krabbamein.“ Þessar fréttir voru sannarlega reiðarslag fyrir Sirrý. „Það fyrsta sem ég geri, sem ég hefði ekki átt að gera, var að spyrja hvað lifi ég lengi? Hverjar eru lífslíkurnar? Þá segir hún 1-3 ár,“ segir Sirrý og bætir við að ekki sé hægt að búa sig undir svona slæm tíðindi. „Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Sirrý.Sirrý skellti sér í grunnbúðir Everest.Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest og er hún nýkomin heim úr grunnbúðunum. „Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý var heimsótt í Íslandi í gærkvöldi. Þar ræddi hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira