Keith Richards er hættur að drekka Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 21:23 Keith Richards á tónleikum. Vísir/Getty Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“ Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“
Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25