Aukið gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 13:22 Katrín Jakobsdóttir og ráðherrarnir í ríkisstjórn fögnuðu eins árs afmæli stjórnarsamstarfsins á Fullveldisdaginn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira