Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:33 Maríanna H. Helgadóttir er formaður stjórnar sjúkrasjóðs BHM. Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45