Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með hátíðarhöldum Íslendinga í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins en viðamikil dagskrá hefur farið fram í miðborginni í dag að viðstaddri Danadrottningu.

Þá verður rætt við þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson sem reknir voru úr Flokki fólksins í gær. Staðan er flókin þar sem þeir eru formaður og varaformaður þingflokks flokksins og ætla þeir sér að starfa áfram sem óháðir þingmenn á alþingi. Þeir sjá enga ástæðu til þess að segja af sér.

Við ræðum einnig við prófessor við Hugvísindadeild Háskóla Íslands sem telur fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn en hann leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur ummæli þingmannanna á Klaustursupptökunum um samstarfsmenn sína á Alþingi og annað fólk brot á siðareglum þingmanna.

Þá kíkjum við einnig á mótmæli sem voru á Austurvelli í dag vegna ummæla þingmannanna sex á veitingastaðnum Klaustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×