Innlent

Eldur kviknaði út frá gasísskáp

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Brunavarnir Árnessýslu mættu á vettvang.
Brunavarnir Árnessýslu mættu á vettvang. Vísir/vilhelm
Eldur kom upp í sumarbústað við Borg hjá Sólheimum á sjöunda tímanum í kvöld. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar frá Brunavörnum Árnessýslu komu á staðinn og engan sakaði.

Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við Vísi að eldurinn hafi kviknað í út frá gasískáp í sumarbústaðnum. Allt hafi þó farið á besta veg þar sem eldurinn náði ekki að læsa sig í innanstokksmuni.

„Hann var sennilega búinn að leka eitthvað og það varð lítil gassprenging.“

Lið frá Selfossi og Laugarvatni var sent út þegar tilkynning barst en síðar voru viðbragðsaðilar frá Laugarvatni kallaðir til baka. Einn dælubíll var því sendur á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×