Innlent

Tveir heppnir tipparar hrepptu tæpar þrjár milljónir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vinningshafarnir eru fótboltaáhugamenn og halda með Sindra annars vegar og Víði hins vegar.
Vinningshafarnir eru fótboltaáhugamenn og halda með Sindra annars vegar og Víði hins vegar. Vísir/Stefán
Tveir tipparar voru með þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum í dag og hljóta þeir samtals 2,7 milljónir í vinning. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskum getraunum.

Í tilkynningu segir að annar tipparinn sé frá Höfn í Hornafirði og styður Sindra en hinn er úr Garði og styður Víði.

Tipparinn frá Höfn keypti 811 raðir og var með þrettán rétta, sjö tólfur, 22 ellefur og 54 tíur. Tipparinn frá Garði tippaði á kerfið 0-10-128 sem kostar 1664 krónur. Íslenskar getraunir óska tippurunum til hamingju með vinningana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×