Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum höldum við áfram að skoða mál þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna. Nýir þingmenn koma til með að taka sæti þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins sem ætla taka sér ótímabundið leyfi frá störfum vegna málsins. Áætlað er að nýju þingmennirnir mæti til starfa á morgun.

Við ræðum einnig við forstöðumann hagfræðideildar Landsbankans um áhrif þess að Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu WOW Air en hann segir að ef annað flugfélagið félli gæti það haft sömu áhrif og eins einn viðskiptabankanna færi í þrot.

Við ræðum við föður tíu ára drengs sem varð fyrir bíl í liðinni viku. Hittum ungan forritara sem starfar í nýsköpunarkjarna Marel. En hann tók þótt í að hanna eina stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims.

Og að sjálfsögðu fylgjumst við með því þegar ljósin á Oslóartréinu á Austurvelli voru tendruð að viðstöddu fjölmenni nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×