Sjö barna móðir: „Þoli ekki reiði og forðast fólk sem er að skammast og rífast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2018 14:30 Eygló er 68 ára og er sest í helgan stein en hún býr ein í Borganesi, eitthvað sem hún hefur ekki gert í mörg ár. Eygló Lind Egilsdóttir eignaðist frumburð sinn aðeins 19 ára og annað barn sitt tveimur árum síðar. Þá ákvað hún að barneignum væri lokið og seldi barnavagninn. Þriðja barnið mætti aftur á móti í heiminn fimm árum seinna og árið 1978 kom það fjórða og síðan það fimmta árið 1981. Eftir skilnað við barnföður sinn var Eygló endanlega sannfærð um að fleiri yrðu börnin ekki en þá kynntist hún öðrum manni. Eftir átta ára hlé á barneignum fæddist sjötta barnið við árið 1989 og 41 árs eignaðist hún sjöunda barnið árið 1991. Eygló skildi aftur og ól börnin sín sjö að mestu ein. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kynnast Eygló í þættinum Margra barna mæður á Stöð 2 í gærkvöldi. Eygló er 68 ára og er sest í helgan stein en hún býr ein í Borganesi, eitthvað sem hún hefur ekki gert í mörg ár. „Hún er mjög uppátækjasöm og það er alltaf rosalega stutt í grín og leik,“ segir Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, dóttir Eyglóar, og bætir við: „Mér finnst dásamlegt að börnin mín fái að hafa hana sem ömmu. Við til dæmis erum að fara í nestisferð upp í Einkunnir, skógrækt hérna fyrir ofan, og sitjum þar inni í móa og allir að drekka kaffi. Þá er hún allt í einu búin að drösla einhverjum úlfabúningi með sér í töskunni og fer og felur sig. Kemur síðan allt í einu út og hræðir börnin.“ „Ég þarf að segja þér eitt sem margir hneykslast sennilega yfir. Ég hef aldrei verið að skamma krakkana mína,“ segir Eygló. „Auðvitað fengu þau reiðisköst en þá hunsaði ég þau bara og fór aldrei að rökræða við þau í einhverju kasti. Frekar spjalla ég bara við þau daginn eftir þegar kastið er liðið hjá. Ég þoli ekki reiði og forðast fólk sem er að skammast og rífast.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Margra barna mæður Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Eygló Lind Egilsdóttir eignaðist frumburð sinn aðeins 19 ára og annað barn sitt tveimur árum síðar. Þá ákvað hún að barneignum væri lokið og seldi barnavagninn. Þriðja barnið mætti aftur á móti í heiminn fimm árum seinna og árið 1978 kom það fjórða og síðan það fimmta árið 1981. Eftir skilnað við barnföður sinn var Eygló endanlega sannfærð um að fleiri yrðu börnin ekki en þá kynntist hún öðrum manni. Eftir átta ára hlé á barneignum fæddist sjötta barnið við árið 1989 og 41 árs eignaðist hún sjöunda barnið árið 1991. Eygló skildi aftur og ól börnin sín sjö að mestu ein. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kynnast Eygló í þættinum Margra barna mæður á Stöð 2 í gærkvöldi. Eygló er 68 ára og er sest í helgan stein en hún býr ein í Borganesi, eitthvað sem hún hefur ekki gert í mörg ár. „Hún er mjög uppátækjasöm og það er alltaf rosalega stutt í grín og leik,“ segir Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, dóttir Eyglóar, og bætir við: „Mér finnst dásamlegt að börnin mín fái að hafa hana sem ömmu. Við til dæmis erum að fara í nestisferð upp í Einkunnir, skógrækt hérna fyrir ofan, og sitjum þar inni í móa og allir að drekka kaffi. Þá er hún allt í einu búin að drösla einhverjum úlfabúningi með sér í töskunni og fer og felur sig. Kemur síðan allt í einu út og hræðir börnin.“ „Ég þarf að segja þér eitt sem margir hneykslast sennilega yfir. Ég hef aldrei verið að skamma krakkana mína,“ segir Eygló. „Auðvitað fengu þau reiðisköst en þá hunsaði ég þau bara og fór aldrei að rökræða við þau í einhverju kasti. Frekar spjalla ég bara við þau daginn eftir þegar kastið er liðið hjá. Ég þoli ekki reiði og forðast fólk sem er að skammast og rífast.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.
Margra barna mæður Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira